Enski boltinn

Stuðnings­­fólk Manchester United ruddist inn á Old Traf­­ford | Myndir og mynd­­skeið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mynd frá Old Trafford nú rétt í þessu.
Mynd frá Old Trafford nú rétt í þessu. Reuters

Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag.

Eigendur Man United - Glazer fjölskyldan - hefur í raun aldrei átt upp á pallborðið hjá stuðningsfólki félagsins. Fjölskyldan kemur frá Bandaríkjunum og horfir á félagið sem fyrirtæki. Eina verðmæti Manchester United virðist vera hversu mikið af peningum það framleiðir. 

Ákvörðun Joel Glazer um að skrá félagið í hina svokölluðu „ofurdeild“ Evrópu fór illa í stuðningsfólk Manchester United. Í kjölfarið var mótmælt fyrir utan Carrington, æfingasvæði Man Utd, sem og Old Trafford í síðustu leikjum liðsins. 

Þau mótmæli fóru aldrei yfir strikið en nú virðist fólk hafa séð sér leik á borði og einfaldlega ruðst inn á Old Trafford skömmu fyrir stórleikinn gegn Liverpool. Leikurinn hefst klukkan 15.30 og var talað um að mögulega þyrfti að fresta honum. 

Þess virðist ekki þurfa en stuðningsfólk Man Utd hefur sent eigendum félagsins skýr skilaboð með gjörning dagsins. Enne ru mörg þúsund manns fyrir utan völlinn að mótmæla. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum er talað um að í kringum tíu þúsund manns hafi safnast saman til að mótmæla eigendunum og stefnu þeirra.

 Blys voru tendruð á vellinum og þá gekk illa að koma fólki út af vellinum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið hefur það þó gengið og er völlurinn auður sem stendur.

Hér að ofan má sjá myndir og myndskeið af því sem gekk á. Þá greinir BBC einnig frá því að stór hópur fólks safnast saman fyrir framan Lowry-hótelið en þar gista leikmenn Manchester United venjulega fyrir leiki sína. 

Á vef Sky Sports má sjá frétt - og myndband - um læti stuðningsmanna. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×