Solskjær um ummæli sín um Roma: „Ekki virðingarleysi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. apríl 2021 07:01 Ole Gunnar Solskjær vonast til að koma Manchester United skrefi nær úrslitaleik í kvöld. Getty/Matthew Peters Fyrir nokkru síðan sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, að hann þekkti ekki Roma-liðið og vissi ekki hvað biði United í Evrópudeildinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir síðari leikinn gegn Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en stuðningsmenn Roma voru allt annað en sáttir við þetta. Þeir hengdu borða upp fyrir utan æfingasvæði Roma í gær, fyrir brottför liðsins til Englands, þar sem var mynd af Solskjær og leikmennirnir hvattir til þess að láta hann muna eftir Roma. Á blaðamannafundi gærdagsins var Solskjær svo spurður út í þessi ummæli og þar fékk Norðmaðurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá og farið ítarlega yfir þá,“ sagði Solskjær við Sky Sports. „Þetta er frábært félag með mikla sögu. Ég er með tvær treyjur heima frá Totti og De Rossi sem ég skipti við þá. Ég þekki sögu þeirra og gæði.“ „Chris Smalling var þarna á síðasta ári svo við fylgdumst með. Nú höfum við greint þá og við erum klárir.“ „Þetta var ekki virðingarleysi á neinn hátt og ég held að allir viti það. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“ bætti Solskjær við. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á Old Trafford í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ole Gunnar Solskjaer says he 'meant no disrespect' to Roma after 'I don't know them' comments https://t.co/933NZkBGYV— MailOnline Sport (@MailSport) April 28, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Þessi ummæli lét hann falla eftir síðari leikinn gegn Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en stuðningsmenn Roma voru allt annað en sáttir við þetta. Þeir hengdu borða upp fyrir utan æfingasvæði Roma í gær, fyrir brottför liðsins til Englands, þar sem var mynd af Solskjær og leikmennirnir hvattir til þess að láta hann muna eftir Roma. Á blaðamannafundi gærdagsins var Solskjær svo spurður út í þessi ummæli og þar fékk Norðmaðurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá og farið ítarlega yfir þá,“ sagði Solskjær við Sky Sports. „Þetta er frábært félag með mikla sögu. Ég er með tvær treyjur heima frá Totti og De Rossi sem ég skipti við þá. Ég þekki sögu þeirra og gæði.“ „Chris Smalling var þarna á síðasta ári svo við fylgdumst með. Nú höfum við greint þá og við erum klárir.“ „Þetta var ekki virðingarleysi á neinn hátt og ég held að allir viti það. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“ bætti Solskjær við. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á Old Trafford í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ole Gunnar Solskjaer says he 'meant no disrespect' to Roma after 'I don't know them' comments https://t.co/933NZkBGYV— MailOnline Sport (@MailSport) April 28, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira