Fótbolti

Mögnuð töl­fræði Mbappe en ekki bara góðar fréttir fyrir PSG í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe fellur til jarðar í leik dagsins en reikna má þó með að hann verði klár fyrir stórleik vikunnar.
Mbappe fellur til jarðar í leik dagsins en reikna má þó með að hann verði klár fyrir stórleik vikunnar. Marcio Machado/Getty

PSG tyllti sér á toppinn í Ligue 1 í Frakklandi í gær með 3-1 sigri á Metz á útivelli eftir að leikar stóðu 1-1 í hálfleik.

PSG er þar af leiðandi komið með 72 stig en Lille er í öðru sæti með 70 og Monaco 68 en bæði lið eiga leik til góða.

Kylian Mbappe skoraði tvö fyrstu mörk PSG áður en Mauro Icardi skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu undir lok leiks.

Þegar litið er í tölfræði Mbappe hjá PSG er hún ótrúleg en hann hefur komið að 180 mörkum í 166 leikjum fyrir félagið.

Það voru þó ekki bara góðar fréttir sem bárust úr herbúðum PSG í gær því undir lok leikins haltraði Mbappe af velli.

Hann fór af velli á 87. mínútu en framundan hjá PSG eru undanúrslitaleikir gegn Man. City.

Fyrri leikurinn fer fram í Frakklandi á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×