Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:19 Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar. Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins. ,,Ég hef verið virk í stefnumótun hreyfingarinnar og er annar hópstjóra í málefnahóp um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni. Árið 2018-2019 gegndi ég embætti alþjóðafulltrúa Ungra vinstri grænna (UVG) og sat í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2018-2019 sem fulltrúi Socialistisk Ungdom i Norden. Árið 2019-2020 sat ég í sérstökum vinnuhópi á vegum Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og UNR um líffræðilega fjölbreytni og sótti á þeim vettvangi meðal annars opinn fund Sameinuðu þjóðanna og loftslagsráðstefnu árið 2019. Þetta var mikil reynsla sem nýtist mér svo sannarlega í dag,“ er haft eftir Elvu í tilkynningu. Elva er fædd og uppalin á Akureyri en flutti þaðan tvítug að aldri. Þá hefur hún búið erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. „Í velferðarríki eins og Íslandi á ekkert okkar að þurfa að líða skort af neinu tagi og gildir einu hver við erum, hvaðan- eða úr hvaða aðstæðum við komum. Ég legg áherslu á jafnrétti (til heilsu, menntunar, atvinnutækifæra, kynjajafnrétti og svo framvegis), jöfnuð, náttúruna, réttlát umskipti í loftslagsmálum, málefni útlendinga og annarra jaðarsettra hópa, vinnumarkaðinn og húsnæðismál,“ segir Elva. „Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda hefur margt gott og þarft áunnist. Það verður þó alltaf nóg af verkefnum því það fylgir samfélagi í stöðugri þróun. Ég vil leggja mitt af mörkum við að halda áfram því góða starfi sem okkar fólk hefur lagt línurnar að og vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem samfélagið okkar kallar á,“ segir ennfremur í tilkynningu. „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar. Við stöndum nú á krossgötum því þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma höfum við í höndunum einstakt tækifæri til að núllstilla okkur og halda áfram veginn með grænni lausnum og sjálfbærari hætti og er nýsköpun mikilvæg sem aldrei fyrr. Ekkert okkar á að verða eftir þegar kemur að þeim aðgerðum og hér þarf að stuðla enn betur að félagslegri hagsæld samhliða þeirri efnahagslegu.“ Elva Hrönn er í sambúð með Andra Rey Haraldssyni, framkvæmdastjóra Ákvæðisstofu rafiðna og saman eiga þau tvö börn. Elva Hrönn er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnunartækni (Grafisk Designteknologi) frá Nordjyllands Erhvervsakademi í Álaborg, Danmörku, og er stúdent frá listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54 Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Sjá meira
Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins. ,,Ég hef verið virk í stefnumótun hreyfingarinnar og er annar hópstjóra í málefnahóp um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni. Árið 2018-2019 gegndi ég embætti alþjóðafulltrúa Ungra vinstri grænna (UVG) og sat í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2018-2019 sem fulltrúi Socialistisk Ungdom i Norden. Árið 2019-2020 sat ég í sérstökum vinnuhópi á vegum Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og UNR um líffræðilega fjölbreytni og sótti á þeim vettvangi meðal annars opinn fund Sameinuðu þjóðanna og loftslagsráðstefnu árið 2019. Þetta var mikil reynsla sem nýtist mér svo sannarlega í dag,“ er haft eftir Elvu í tilkynningu. Elva er fædd og uppalin á Akureyri en flutti þaðan tvítug að aldri. Þá hefur hún búið erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. „Í velferðarríki eins og Íslandi á ekkert okkar að þurfa að líða skort af neinu tagi og gildir einu hver við erum, hvaðan- eða úr hvaða aðstæðum við komum. Ég legg áherslu á jafnrétti (til heilsu, menntunar, atvinnutækifæra, kynjajafnrétti og svo framvegis), jöfnuð, náttúruna, réttlát umskipti í loftslagsmálum, málefni útlendinga og annarra jaðarsettra hópa, vinnumarkaðinn og húsnæðismál,“ segir Elva. „Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda hefur margt gott og þarft áunnist. Það verður þó alltaf nóg af verkefnum því það fylgir samfélagi í stöðugri þróun. Ég vil leggja mitt af mörkum við að halda áfram því góða starfi sem okkar fólk hefur lagt línurnar að og vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem samfélagið okkar kallar á,“ segir ennfremur í tilkynningu. „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar. Við stöndum nú á krossgötum því þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma höfum við í höndunum einstakt tækifæri til að núllstilla okkur og halda áfram veginn með grænni lausnum og sjálfbærari hætti og er nýsköpun mikilvæg sem aldrei fyrr. Ekkert okkar á að verða eftir þegar kemur að þeim aðgerðum og hér þarf að stuðla enn betur að félagslegri hagsæld samhliða þeirri efnahagslegu.“ Elva Hrönn er í sambúð með Andra Rey Haraldssyni, framkvæmdastjóra Ákvæðisstofu rafiðna og saman eiga þau tvö börn. Elva Hrönn er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnunartækni (Grafisk Designteknologi) frá Nordjyllands Erhvervsakademi í Álaborg, Danmörku, og er stúdent frá listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54 Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Sjá meira
Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54
Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50