Finnst nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar litlu skárra en ofurdeildin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 12:00 Ilkay Gündogan og félagar í Manchester City eiga möguleika á að vinna þrjá titla á tímabilinu. getty/Michael Steele Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, segir að nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu sé litlu skárra en ofurdeildin sem sex af stærstu félögum Evrópu ætluðu að stofna. Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar féllu í skuggann af fréttum um ofurdeildina þegar þær voru tilkynntar á mánudaginn. Breytingarnar eiga að taka gildi 2024. Í stuttu máli verður þátttökuliðum fjölgað um fjögur, úr 32 í 36, og leikið verður í einni deild en ekki átta riðlum eins og áður. Öll liðin leika tíu leiki og efstu átta liðin í deildinni komast í útsláttarkeppnina. Gündogan er ekki hrifinn af nýja fyrirkomulaginu, eða „svissneska kerfinu“ eins og það hefur verið kallað. Hann spyr sig hvort UEFA sé ekki umhugað um heilsu leikmanna. „Með allt ofurdeildarmálið í fullum í gangi getum við rætt aðeins um nýja fyrirkomulagið í Meistaradeildinni?“ skrifaði Gündogan á Twitter. „Fleiri og fleiri leikir, er enginn að hugsa um okkur leikmennina. Nýja fyrirkomulagið er bara illskárra en ofurdeildin.“ Gündogan bætti svo við að núverandi fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri frábært og það sé ástæðan fyrir því að þetta væri vinsælasta félagsliðakeppni heims, bæði hjá leikmönnum og aðdáendum. With all the Super League stuff going on... can we please also speak about the new Champions League format? More and more and more games, is no one thinking about us players?The new UCL format is just the lesser of the two evils in comparison to the Super League...— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 The UCL format right now works great and that is why it's the most popular club competition in the world - for us players and for the fans.— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 Gündogan og félagar í City mæta Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn. Á miðvikudaginn sækir liðið svo Paris Saint-Germain heim í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gündogan hefur spilað frábærlega í vetur og er markahæstur í liði City á tímabilinu með sextán mörk í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar féllu í skuggann af fréttum um ofurdeildina þegar þær voru tilkynntar á mánudaginn. Breytingarnar eiga að taka gildi 2024. Í stuttu máli verður þátttökuliðum fjölgað um fjögur, úr 32 í 36, og leikið verður í einni deild en ekki átta riðlum eins og áður. Öll liðin leika tíu leiki og efstu átta liðin í deildinni komast í útsláttarkeppnina. Gündogan er ekki hrifinn af nýja fyrirkomulaginu, eða „svissneska kerfinu“ eins og það hefur verið kallað. Hann spyr sig hvort UEFA sé ekki umhugað um heilsu leikmanna. „Með allt ofurdeildarmálið í fullum í gangi getum við rætt aðeins um nýja fyrirkomulagið í Meistaradeildinni?“ skrifaði Gündogan á Twitter. „Fleiri og fleiri leikir, er enginn að hugsa um okkur leikmennina. Nýja fyrirkomulagið er bara illskárra en ofurdeildin.“ Gündogan bætti svo við að núverandi fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri frábært og það sé ástæðan fyrir því að þetta væri vinsælasta félagsliðakeppni heims, bæði hjá leikmönnum og aðdáendum. With all the Super League stuff going on... can we please also speak about the new Champions League format? More and more and more games, is no one thinking about us players?The new UCL format is just the lesser of the two evils in comparison to the Super League...— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 The UCL format right now works great and that is why it's the most popular club competition in the world - for us players and for the fans.— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 Gündogan og félagar í City mæta Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn. Á miðvikudaginn sækir liðið svo Paris Saint-Germain heim í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gündogan hefur spilað frábærlega í vetur og er markahæstur í liði City á tímabilinu með sextán mörk í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00
Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30