Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 09:21 Mótmæli til stuðnings Navalní hafa verið boðuð í meira en hundrað borgum og bæjum í Rússlandi í dag, þar á meðal nærri sýningarsal í Moskvu þar sem Pútín flytur stefnuræðu sína. Vísir/AP Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33
Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59