Fótbolti

Katrín um Ofur­deildina: „Eig­endur Liver­pool verða að ganga einir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Forsætisráðherra er mikill stuðningsmaður Liverpool.
Forsætisráðherra er mikill stuðningsmaður Liverpool. vísir/vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, tjáir sig á Twitter-síðu sinni um Ofurdeildina í knattspyrnu sem var sett á laggirnar fyrr í vikunni en virðist nú heyra fortíðinni til.

Tilkynnt var um tólf liða Ofurdeild sem átti að hefjast í sumar en liðin ætluðu frekar að spila í sinni Ofurdeild heldur en að spila í Meistaradeild Evrópu.

Nú undir kvöld hefur hins vegar komið fram að Ofurdeildin verði væntanlega ekki að veruleika en mikil og hörð mótmæli hafa átt sér stað eftir að fréttirnar bárust um deildina.

Ein af þeim sem bregðast við tíðindum síðustu daga er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún er mikill stuðningsmaður Liverpool sem átti einnig að keppa í Ofurdeildinni.

Katrín skrifar á Twitter síðu sína að þegar græðgi og kapítalismi taki yfir, þá sé hjarta íþróttarinnar tapað.

Hún sagðist ekki ætla að fylgja Liverpool í þessari vegferð og að eigendur Liverpool yrðu að ganga einir.


Tengdar fréttir

Að molna undan Ofurdeildinni

Það virðist vera að molna undan Ofurdeildinni. Fréttir bárust af því fyrr í kvöld að Chelsea og Manchester City séu við það að draga sig úr keppninni og fleiri lið séu einnig á leiðinni út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×