Fótbolti

Barna­barn Shankly vill fjar­læga styttuna af honum fyrir utan Anfi­eld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bill Shankly styttan.
Bill Shankly styttan. Martin Rickett/Getty

Barnabarn Bill Shankly vill að styttan af Bill sjálfum verði fjarlægð fyrir utan Anfield eftir nýjustu ákvörðun félagsins.

Liverpool tilkynnti fyrr í vikunni að liðið myndi taka þátt í nýrri Ofurdeild þar sem tólf af stærri liðum Evrópu spila í sinni keppni.

Chris Carline er barnabarn Bill Shankly en styttan af afa hans stendur fyrir utan Anfield enda afi hans ein af goðsögnum rauða hersins.

„Ég veit að það er meira vitnað í afa minn núna en nokkru sinni fyrr og það er rétt að gera það því það sem er að gerast núna gæti ekki verið lengra frá því sem hann óskaði eftir að félagið myndi gera,“ sagði Chris.

„Það er ekki of mikið að segja að hann myndi snúa sér við í gröfinni því þetta gæti ekki verið lenga frá hans gildum. Svo fengi ég tækifærið, vildi ég að styttan af honum yrði fjarlægð.“

Bill Shankly var stjóri hjá Liverpool á árunum 1959 til 1974.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×