Katrín um sóttkvíarbrot: „Við erum að herða eftirlit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2021 18:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í Víglínunni í dag. Einar Árnason Þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var spurð út í það í Víglínunni hvort ítrekuð dæmi um sóttkvíarbrot væru ekki tilefni til að endurskoða reglur á landamærunum sagði hún að verið væri að herða eftirlit með fólki. „Við erum að herða eftirlitið núna með þeim sem eru að koma yfir landamærin og þeim sem eru líka skikkaðir í sóttkví hér innanlands. Þannig það er verið að herða eftirlit. Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólk eru til sóttkvíar. Þannig þetta erum við allt að gera og við væntum þess að þetta skili árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni. Staðan gæti breyst mjög hratt Stefnt er að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 1. maí. Katrín segir litakóðunarkerfið ekkert annað en áhættumat. „Við byggjum á því sem kallað er litakóðunarkerfi en leggjum svo okkar eigið mat á það kerfi. Áhættumat í raun og veru. Það er útfærslan sem við boðuðum að yrði unnið að. Við erum enn að vinna að þeirri útfærslu því eins og við vitum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt. Ísland var grænt í síðustu viku á þessu korti. Staðan á því getur bara breyst mjög hratt núna eftir fréttir dagsins.“ Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé alltaf áhættumat sem ráði för þegar kemur að faraldrinum. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Víglínunni í dag.Einar Árnason „Við tökum ekki ákvarðanir sem stangast á við stöðu faraldursins hvorki hér heima né erlendis.“ Katrín segir að það komi til greina að einungis farþegar frá grænum löndum fái að koma hingað til lands án þess að þurfa að sæta sóttkví. Kemur þá mögulega til greina að þetta taki einungis til farþega frá grænum löndum? „Ég get eiginlega ekki sagt til um það, það er ekki alveg tímabært að segja nákvæmlega hver útfærslan er. En það kemur algjörlega til greina já,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Við erum að herða eftirlitið núna með þeim sem eru að koma yfir landamærin og þeim sem eru líka skikkaðir í sóttkví hér innanlands. Þannig það er verið að herða eftirlit. Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólk eru til sóttkvíar. Þannig þetta erum við allt að gera og við væntum þess að þetta skili árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni. Staðan gæti breyst mjög hratt Stefnt er að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 1. maí. Katrín segir litakóðunarkerfið ekkert annað en áhættumat. „Við byggjum á því sem kallað er litakóðunarkerfi en leggjum svo okkar eigið mat á það kerfi. Áhættumat í raun og veru. Það er útfærslan sem við boðuðum að yrði unnið að. Við erum enn að vinna að þeirri útfærslu því eins og við vitum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt. Ísland var grænt í síðustu viku á þessu korti. Staðan á því getur bara breyst mjög hratt núna eftir fréttir dagsins.“ Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé alltaf áhættumat sem ráði för þegar kemur að faraldrinum. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Víglínunni í dag.Einar Árnason „Við tökum ekki ákvarðanir sem stangast á við stöðu faraldursins hvorki hér heima né erlendis.“ Katrín segir að það komi til greina að einungis farþegar frá grænum löndum fái að koma hingað til lands án þess að þurfa að sæta sóttkví. Kemur þá mögulega til greina að þetta taki einungis til farþega frá grænum löndum? „Ég get eiginlega ekki sagt til um það, það er ekki alveg tímabært að segja nákvæmlega hver útfærslan er. En það kemur algjörlega til greina já,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent