Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2021 10:46 Sænskir sparkspekingar eru afar spenntir fyrir að sjá hvernig Sveindís Jane Jónsdóttir spjarar sig í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. Tíu Íslendingar leika í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með Íslending í sínum röðum. Tveir Íslendingar leika með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Annars vegar Sif Atladóttir og hins vegar Sveindís Jane sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún leikur með Kristianstad á þessu tímabili á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir Sveindísi í Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni taldi Fotbollskanalen hana 23. besta leikmann deildarinnar. Kristianstad náði besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn besti þjálfari sænsku deildarinnar og þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Hanna Marklund, sérfræðingur Fotbollskanalen, spáir Kristianstad 3. sætinu á þessu tímabili. Hún kveðst afar spennt fyrir Sveindísi. „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi nítján ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu,“ sagði Marklund um Sveindísi. Elísabet er að hefja sitt tólfta tímabil við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn þjálfari í sænsku deildinni hefur verið lengur með sitt lið en hún. Sif hefur leikið með Kristianstad síðan 2011 og snýr núna aftur á völlinn eftir að misst af síðasta tímabili vegna barneigna. Ætla sér að endurheimta titilinn Glódís Perla Viggósdóttir er sömuleiðis þekkt stærð í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2015. Hún hefur verið í hópi bestu varnarmanna sænsku deildarinnar undanfarin ár og var tilnefnd sem varnarmaður ársins í fyrra. Glódís var í 20. sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku deildarinnar. Rosengård endaði í 2. sæti á eftir Kopparbergs/Göteborg á síðasta tímabili en sættir sig ekki við neitt annað en að verða meistari í ár. Rosengård varð síðast meistari 2019. Meistarar Kopparbergs/Göteborg keppa núna undir merkjum Häcken. Hin nítján ára Diljá Ýr Zomers leikur með Häcken en hún fékk nokkuð óvænt samning hjá félaginu. Úr Árbænum til Örebro Tveir Íslendingar leika með Örebro, Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Þær þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með Fylki tímabilin 2019 og 2020. Berglind er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku sem og Cecilía sem er á láni hjá Örebro frá Everton á Englandi. Cecilía er aðeins sautján ára og þykir einn efnilegasti markvörður Evrópu. Hallbera Gísladóttir snýr aftur í sænsku deildina eftir nokkura ára fjarveru. Skagakonan leikur með nýliðum AIK. Hún lék áður með Piteå (2012-13) og Djurgården (2017). Eins og undanfarin tvö tímabil stendur Guðrún Arnardóttir vaktina í vörn Djurgården. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili. Eftir það yfirgaf Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården og færði sig yfir til Arna-Bjørnar í Noregi. Hlín Eiríksdóttir þreytir frumraun sína í atvinnumennsku með Piteå sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Þá leikur Andrea Mist Pálsdóttir með Växjö sem endaði í 6. sæti í fyrra. Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) Leikur Eskilstuna United og Kristianstad verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 13:00 á morgun. Sænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Tíu Íslendingar leika í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með Íslending í sínum röðum. Tveir Íslendingar leika með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Annars vegar Sif Atladóttir og hins vegar Sveindís Jane sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún leikur með Kristianstad á þessu tímabili á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir Sveindísi í Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni taldi Fotbollskanalen hana 23. besta leikmann deildarinnar. Kristianstad náði besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn besti þjálfari sænsku deildarinnar og þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Hanna Marklund, sérfræðingur Fotbollskanalen, spáir Kristianstad 3. sætinu á þessu tímabili. Hún kveðst afar spennt fyrir Sveindísi. „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi nítján ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu,“ sagði Marklund um Sveindísi. Elísabet er að hefja sitt tólfta tímabil við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn þjálfari í sænsku deildinni hefur verið lengur með sitt lið en hún. Sif hefur leikið með Kristianstad síðan 2011 og snýr núna aftur á völlinn eftir að misst af síðasta tímabili vegna barneigna. Ætla sér að endurheimta titilinn Glódís Perla Viggósdóttir er sömuleiðis þekkt stærð í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2015. Hún hefur verið í hópi bestu varnarmanna sænsku deildarinnar undanfarin ár og var tilnefnd sem varnarmaður ársins í fyrra. Glódís var í 20. sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku deildarinnar. Rosengård endaði í 2. sæti á eftir Kopparbergs/Göteborg á síðasta tímabili en sættir sig ekki við neitt annað en að verða meistari í ár. Rosengård varð síðast meistari 2019. Meistarar Kopparbergs/Göteborg keppa núna undir merkjum Häcken. Hin nítján ára Diljá Ýr Zomers leikur með Häcken en hún fékk nokkuð óvænt samning hjá félaginu. Úr Árbænum til Örebro Tveir Íslendingar leika með Örebro, Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Þær þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með Fylki tímabilin 2019 og 2020. Berglind er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku sem og Cecilía sem er á láni hjá Örebro frá Everton á Englandi. Cecilía er aðeins sautján ára og þykir einn efnilegasti markvörður Evrópu. Hallbera Gísladóttir snýr aftur í sænsku deildina eftir nokkura ára fjarveru. Skagakonan leikur með nýliðum AIK. Hún lék áður með Piteå (2012-13) og Djurgården (2017). Eins og undanfarin tvö tímabil stendur Guðrún Arnardóttir vaktina í vörn Djurgården. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili. Eftir það yfirgaf Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården og færði sig yfir til Arna-Bjørnar í Noregi. Hlín Eiríksdóttir þreytir frumraun sína í atvinnumennsku með Piteå sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Þá leikur Andrea Mist Pálsdóttir með Växjö sem endaði í 6. sæti í fyrra. Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) Leikur Eskilstuna United og Kristianstad verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 13:00 á morgun.
AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir)
Sænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum