Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 20:26 Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. „Undirbúningur er að hefjast,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu sem hann gaf í dönskum fjölmiðlum í kvöld. Að sögn Kofod er stefnt að því að herinn verði að öllu leyti farinn þann 11. september 2021 en það er sama dagsetning og Bandaríkjamenn hyggjast miða við. Þann dag verða einnig tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana og á fleiri staði í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa griðarstað fyrir hryðjuverkamenn sem gætu látið til skarar skríða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak eða í Kalífadæminu [yfirráðasvæði íslamska ríkisins, ISIS]. Það er mikilvægt að við berjumst gegn hópum á borð við íslamska ríkið sem okkur stafar ógn af,“ sagði Kofod. Alls hafa 43 danskir hermenn týnt lífi í stríðinu í Afganistan og 214 hafa særst frá því fyrstu hersveitir Dana komu til Afganistan í byrjun árs 2002. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að Danir muni draga mannskap sinn til baka í góðu samráði við bandalagsríki NATO. „Við vinnum þétt með bandamönnum okkar í NATO og bandarískum kollegum okkar í tengslum við að kalla herinn heim,“ segir Bramsen. „Það er ástæða til að þakka dönsku hermönnunum tólf þúsund dönsku hermönnum,“ bætti hún við og vísaði til þeirra sem gegnt hafa herþjónustu í Afganistan. Danska utanríkisráðuneytið fullyrðir að danskar hersveitir hafi tekið þátt í að stuðla að auknum friði í Afganistan. Nýr kafli Líkt og áður segir hafa bandalagsríki NATO og Bandaríkin ákveðið að draga saman seglin í Afganistan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar að þessu tilefni færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann deilir áfram tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. „Nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Mikilvægt að standa vörð um og ná meiri árangri sem hefur náðst um öryggi, þróun og mannréttindi auk réttinda kvenna og stúlkna. Ísland mun halda áfram að styðja afgönsku þjóðina,“ skrifar Guðlaugur Þór. A new chapter in relations btw #NATO and #Afghanistan. Important to preserve and advance further the progress made on #security, #development, #humanrights + rights of women and girls. will continue to support the people of . @IcelandNATO https://t.co/BZMIbQSIRS— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) April 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Afganistan Hernaður Utanríkismál NATO Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Undirbúningur er að hefjast,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu sem hann gaf í dönskum fjölmiðlum í kvöld. Að sögn Kofod er stefnt að því að herinn verði að öllu leyti farinn þann 11. september 2021 en það er sama dagsetning og Bandaríkjamenn hyggjast miða við. Þann dag verða einnig tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana og á fleiri staði í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa griðarstað fyrir hryðjuverkamenn sem gætu látið til skarar skríða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak eða í Kalífadæminu [yfirráðasvæði íslamska ríkisins, ISIS]. Það er mikilvægt að við berjumst gegn hópum á borð við íslamska ríkið sem okkur stafar ógn af,“ sagði Kofod. Alls hafa 43 danskir hermenn týnt lífi í stríðinu í Afganistan og 214 hafa særst frá því fyrstu hersveitir Dana komu til Afganistan í byrjun árs 2002. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að Danir muni draga mannskap sinn til baka í góðu samráði við bandalagsríki NATO. „Við vinnum þétt með bandamönnum okkar í NATO og bandarískum kollegum okkar í tengslum við að kalla herinn heim,“ segir Bramsen. „Það er ástæða til að þakka dönsku hermönnunum tólf þúsund dönsku hermönnum,“ bætti hún við og vísaði til þeirra sem gegnt hafa herþjónustu í Afganistan. Danska utanríkisráðuneytið fullyrðir að danskar hersveitir hafi tekið þátt í að stuðla að auknum friði í Afganistan. Nýr kafli Líkt og áður segir hafa bandalagsríki NATO og Bandaríkin ákveðið að draga saman seglin í Afganistan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar að þessu tilefni færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann deilir áfram tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. „Nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Mikilvægt að standa vörð um og ná meiri árangri sem hefur náðst um öryggi, þróun og mannréttindi auk réttinda kvenna og stúlkna. Ísland mun halda áfram að styðja afgönsku þjóðina,“ skrifar Guðlaugur Þór. A new chapter in relations btw #NATO and #Afghanistan. Important to preserve and advance further the progress made on #security, #development, #humanrights + rights of women and girls. will continue to support the people of . @IcelandNATO https://t.co/BZMIbQSIRS— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) April 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Afganistan Hernaður Utanríkismál NATO Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira