Innlent

Velta á fasteignamarkaði enn með mesta móti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leiguverð virðist vera að lækka.
Leiguverð virðist vera að lækka. Vísir/Egill

Velta á fasteignamarkaði er enn með mesta móti, miðað við árstíma, þó nokkuð hafi dregið úr umsvifum frá því í haust.

Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að útgefnir kaupsamningar í febrúar, fyrir stök íbúðaviðskipti, hafi verið 1.048 talsins sem er um 9,7% meira en var í janúar. 

Ef hinsvegar er litið til sama mánaðar í fyrra er um 22% aukningu að ræða á milli ára. 

Á síðasta ári hefur einnig dregið úr fjölda íbúða til sölu í öllum landshlutum nema á Norðvesturlandi þar sem þeim fjölgaði um 24,1%, en fækkunin hefur verið langmest á höfuðborgarsvæðinu, eða um 58,4%, að því er segir í skýrslunni. 

Ef litið er til leiguverðs sést að það virðist vera að lækka nokkuð meira en áður ef marka má tólf mánaða vísitölu HMS. Samkvæmt henni hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 2,6% í febrúar frá því í fyrra, en vísitalan lækkar um 1,2% á milli mánaða. 

Tólf mánaða breyting vísitölunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur mælst neikvæð allar götur síðan í október á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×