Viðskipti innlent

Sylvía Kristín nýr stjórnarformaður Íslandssjóða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sylvía Kristín Ólafsdóttir tekur við sem stjórnarformaður af Tönyu Zharov.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir tekur við sem stjórnarformaður af Tönyu Zharov. Icelandair

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmadstjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur tekið við stjórnarformennsku í Íslandssjóðum, elsta sjóðstýringarfyrirtæki Íslands. Félagið er í eigu Íslandsbanka. Hún tekur við stöðunni af Tönyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech.

Mbl.is greindi frá þessu í morgun. Sylvía situr auk þess í stjórn Ölgerðarinnar en vék úr stjórn Símans í janúar þegar hún hóf störf hjá Origo. Þá var Sylvía Kristín formaður samninganefndar Icelandair í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í fyrra.

Sylvía er með meistarapróf frá London School of Economics og BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×