Fimmtíu orðið fyrir ofbeldi af hendi fyrrverandi maka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2021 12:59 Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Bjarmahlíð Hundrað og tíu manns leituðu til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri, í fyrra samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar. Fimmtíu þolendur tilgreindu ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Starfsemi Bjarmahlíðar, sem er á Akureyri, hófst vorið 2019 en Bjarmahlíð var upphaflega tveggja ára tilraunaverkefni en starfseminni hefur verið tryggt fjármagn út árið 2021. Alls leituðu hundrað og tíu einstaklingar til Bjarmahlíðar árið 2020, áttatíu og níu prósent konur og ellefu prósent karlar. Samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar sögðust fjörutíu og tvö prósent hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og fjörutíu og tvö prósent fyrir líkamlegu ofbeldi. sjötíu og níu prósent þolenda höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi að sögn Guðrúnar Blöndal, teymisstjóra. Guðrún Blöndal er teymisstjóri Bjarmahlíðar.Bjarmahlíð „Að kúga, niðurlægja, stjórna og meiða með orðum. Þá er verið að kasta hlutum og ógnandi hegðun. Þetta er eins og að búa á jarðsprengjusvæði, þú veist aldrei hvenær sprengjan springur,“ segir Guðrún og bætir við að flestir hafi þó orðið fyrir fleiri en einnig tegund ofbeldis. Guðrún segir að fimmtíu þolendur ofbeldis hafi tilgreint að ofbeldið hafi verið af hálfu fyrrverandi maka. „Eins og kona sem var hjá mér í gær orðaði það að hún sagði mér að hún upplifði að fyrrverandi makinn hefði ákveðið eignarhald á henni ennþá þó að sambandinu væri lokið og þetta er það sem ég er að sjá að þó að sambandinu sé lokið þá heldur ofbeldið áfram,“ segir Guðrún og nefndir dæmi um að bílar séu rispaðir eða að stanslaust sé verið að senda skilaboð og hóta. Konurnar glími við langvarandi afleiðingar. „sextíu og sex prósent þeirra sem leita til okkar að glíma við andlega sjúkdóma. Þá er það kvíði, svefnleysi og hræðsla,“ segir Guðrún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Starfsemi Bjarmahlíðar, sem er á Akureyri, hófst vorið 2019 en Bjarmahlíð var upphaflega tveggja ára tilraunaverkefni en starfseminni hefur verið tryggt fjármagn út árið 2021. Alls leituðu hundrað og tíu einstaklingar til Bjarmahlíðar árið 2020, áttatíu og níu prósent konur og ellefu prósent karlar. Samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar sögðust fjörutíu og tvö prósent hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og fjörutíu og tvö prósent fyrir líkamlegu ofbeldi. sjötíu og níu prósent þolenda höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi að sögn Guðrúnar Blöndal, teymisstjóra. Guðrún Blöndal er teymisstjóri Bjarmahlíðar.Bjarmahlíð „Að kúga, niðurlægja, stjórna og meiða með orðum. Þá er verið að kasta hlutum og ógnandi hegðun. Þetta er eins og að búa á jarðsprengjusvæði, þú veist aldrei hvenær sprengjan springur,“ segir Guðrún og bætir við að flestir hafi þó orðið fyrir fleiri en einnig tegund ofbeldis. Guðrún segir að fimmtíu þolendur ofbeldis hafi tilgreint að ofbeldið hafi verið af hálfu fyrrverandi maka. „Eins og kona sem var hjá mér í gær orðaði það að hún sagði mér að hún upplifði að fyrrverandi makinn hefði ákveðið eignarhald á henni ennþá þó að sambandinu væri lokið og þetta er það sem ég er að sjá að þó að sambandinu sé lokið þá heldur ofbeldið áfram,“ segir Guðrún og nefndir dæmi um að bílar séu rispaðir eða að stanslaust sé verið að senda skilaboð og hóta. Konurnar glími við langvarandi afleiðingar. „sextíu og sex prósent þeirra sem leita til okkar að glíma við andlega sjúkdóma. Þá er það kvíði, svefnleysi og hræðsla,“ segir Guðrún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira