Féllu fyrir fjórum árum en mæta Man. Utd í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 09:00 Framherjinn Roberto Soldado hefur tekið þátt í upprisu Granada. Getty/Laszlo Szirtesi Íbúar Granada áttu sjálfsagt ekki von á því að fá stórlið Manchester United til borgarinnar í nánustu framtíð, þegar lið Granada féll úr efstu deild Spánar fyrir fjórum árum eftir eintóma fallbaráttu í mörg ár. Leikmenn United eru engu að síður mættir til ferðamannaborgarinnar fallegu, eftir ævintýralega upprisu Granada undir stjórn þjálfarans Diego Martínez. Leikur liðanna hefst kl. 19 í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Martínez, þá 37 ára, tók við Granada sumarið 2018 og var þá lítt þekktur. Hann hafði þó verið meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og stýrt Osasuna í eina leiktíð. Hjá Granada hefur allt gengið upp undir stjórn Martínez og það er ekki vegna þess að peningum hafi verið dælt í félagið. Dýrasti leikmaðurinn í hópnum í dag er sóknarmaðurinn Luis Suárez, öllu óþekktari en nafni hans hjá Atlético Madrid, sem keyptur var frá Watford fyrir 6,75 milljónir punda. Kólumbíumaðurinn Luis Suarez er dýrasti leikmaðurinn í liði Granada.Getty/David S. Bustamante Granada vann sig upp úr spænsku B-deildinni á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Martínez og endaði svo í 7. sæti í fyrra. Þar með komst liðið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Á leið sinni í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, gegn United, sló liðið út Molde og Napoli eftir að hafa endað í 2. sæti síns riðils, stigi á eftir PSV Eindhoven. Segir þjálfarann hafa breytt öllu Í fremstu víglínu hjá Granada er hinn 35 ára gamli Roberto Soldado, fyrrverandi framherji Tottenham, sem Martínez fékk til félagsins eftir að Granada komst upp í efstu deild 2019. Soldado reyndi að útskýra hverju Martínez og aðstoðarmenn hans hefðu breytt: „Þeir hafa gjörsamlega umturnað öllu. Þeir endurnýjuðu allt í umgjörðinni hjá félaginu og vöxtur félagsins er að stærstum hluta Martínez að þakka, og þeirri trú sem búningsklefinn hefur á hans vinnu,“ sagði Soldado. Granada hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í spænsku 1. deildinni og er í 9. sæti. Möguleikinn á að liðið leiki aftur í Evrópukeppni á næstu leiktíð er því ekki mikill en sigur í Evrópudeildinni myndi þó að minnsta kosti fleyta liðinu þangað. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Leikmenn United eru engu að síður mættir til ferðamannaborgarinnar fallegu, eftir ævintýralega upprisu Granada undir stjórn þjálfarans Diego Martínez. Leikur liðanna hefst kl. 19 í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Martínez, þá 37 ára, tók við Granada sumarið 2018 og var þá lítt þekktur. Hann hafði þó verið meðal annars aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og stýrt Osasuna í eina leiktíð. Hjá Granada hefur allt gengið upp undir stjórn Martínez og það er ekki vegna þess að peningum hafi verið dælt í félagið. Dýrasti leikmaðurinn í hópnum í dag er sóknarmaðurinn Luis Suárez, öllu óþekktari en nafni hans hjá Atlético Madrid, sem keyptur var frá Watford fyrir 6,75 milljónir punda. Kólumbíumaðurinn Luis Suarez er dýrasti leikmaðurinn í liði Granada.Getty/David S. Bustamante Granada vann sig upp úr spænsku B-deildinni á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Martínez og endaði svo í 7. sæti í fyrra. Þar með komst liðið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Á leið sinni í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, gegn United, sló liðið út Molde og Napoli eftir að hafa endað í 2. sæti síns riðils, stigi á eftir PSV Eindhoven. Segir þjálfarann hafa breytt öllu Í fremstu víglínu hjá Granada er hinn 35 ára gamli Roberto Soldado, fyrrverandi framherji Tottenham, sem Martínez fékk til félagsins eftir að Granada komst upp í efstu deild 2019. Soldado reyndi að útskýra hverju Martínez og aðstoðarmenn hans hefðu breytt: „Þeir hafa gjörsamlega umturnað öllu. Þeir endurnýjuðu allt í umgjörðinni hjá félaginu og vöxtur félagsins er að stærstum hluta Martínez að þakka, og þeirri trú sem búningsklefinn hefur á hans vinnu,“ sagði Soldado. Granada hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í spænsku 1. deildinni og er í 9. sæti. Möguleikinn á að liðið leiki aftur í Evrópukeppni á næstu leiktíð er því ekki mikill en sigur í Evrópudeildinni myndi þó að minnsta kosti fleyta liðinu þangað. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira