Ný brýn tegund vegabréfsáritana Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2021 10:01 Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar