Hafa náð skipinu af strandstaðnum Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2021 06:21 Ever Given, sem er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, er yfir 400 metrar að lengd, um 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. EPA Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni. BBC segir frá því að birst hafi myndskeið á samfélagsmiðlum í morgun þar sem sést að skutur skipsins hefur færst til þannig að opnast hefur nægilega mikið svæði fyrir önnur skip að sigla um skurðinn. Ekki er þó ljóst hvenær umferð skipa verður heimiluð um skurðinn á ný. Talsmaður skipaþjónustufélagsins Inchcape hefur sömuleiðis greint frá því að tekist hafi að losa skipið af strandstaðnum. Notast hefur verið við gröfur og dráttarbáta síðustu daga til að losa skipið. How it startedHow its goingWe can confirm, we have movement, the #EverGiven has been partially freed, still some work to do though. Stay tuned! #SuezLiveonMT #Suez pic.twitter.com/bbCCHaqrv6— MarineTraffic (@MarineTraffic) March 29, 2021 Ever Given, sem er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, er yfir 400 metrar að lengd, um 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir 1.100 milljarða króna. Hundruð skipa hafa beðið þess að geta siglt um skurðinn og tóku fjöldi skipalína þá ákvörðun að sigla frekar lengri leiðina milli Asíu og Evrópu, það er fyrir suðurodda Afríku, vegna stöðunnar í Súesskurði. Sú leið lengir ferðalag skipa milli Asíu og Evrópu um eina til tvær vikur. Súesskurðurinn er um 193 kílómetrar að lengd og tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið. Er um að ræða stystu siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
BBC segir frá því að birst hafi myndskeið á samfélagsmiðlum í morgun þar sem sést að skutur skipsins hefur færst til þannig að opnast hefur nægilega mikið svæði fyrir önnur skip að sigla um skurðinn. Ekki er þó ljóst hvenær umferð skipa verður heimiluð um skurðinn á ný. Talsmaður skipaþjónustufélagsins Inchcape hefur sömuleiðis greint frá því að tekist hafi að losa skipið af strandstaðnum. Notast hefur verið við gröfur og dráttarbáta síðustu daga til að losa skipið. How it startedHow its goingWe can confirm, we have movement, the #EverGiven has been partially freed, still some work to do though. Stay tuned! #SuezLiveonMT #Suez pic.twitter.com/bbCCHaqrv6— MarineTraffic (@MarineTraffic) March 29, 2021 Ever Given, sem er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, er yfir 400 metrar að lengd, um 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir 1.100 milljarða króna. Hundruð skipa hafa beðið þess að geta siglt um skurðinn og tóku fjöldi skipalína þá ákvörðun að sigla frekar lengri leiðina milli Asíu og Evrópu, það er fyrir suðurodda Afríku, vegna stöðunnar í Súesskurði. Sú leið lengir ferðalag skipa milli Asíu og Evrópu um eina til tvær vikur. Súesskurðurinn er um 193 kílómetrar að lengd og tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið. Er um að ræða stystu siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira