Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 12:29 Íbúar á Ólafsfirði urðu ekki varir við sprenginguna sem olli rafmagnsleysi um tíma í göngunum í síðustu viku. Vísir/Atli Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær um að fjórir hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglu vegna sprengingarinnar í göngunum sem tengir saman Ólafsfjörð og Dalvík. Elías Pétursson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Íbúar Fjallabyggðar komu margir hverjir af fjöllum enda var þá rúm vika síðan atburðurinn átti sér stað. Þeirra á meðal Elías Pétursson, bæjarstóri í Fjallabyggð. Fólk hafi vitað að myrkur hafi komið í göngin. Annars þekki hann aðeins til málsins eftir fréttir í gær. „Þetta fór mjög hljótt, það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Elías í morgun. Rúm vika frá atburðinum Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn norðan heiða, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu að morgni fimmtudagsins 18. mars um sprengingu í göngunum sem virðist hafa átt sér stað á miðnætti með þeim afleiðingum að rafmagn fór af. Helgin leið þar til lögreglu tókst að átta sig á mögulegum gerendum. Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991. Ráðist var í húsleit hjá tveimur karlmönnum á Ólafsfirði á miðvikudag sem grunaðir voru um verknaðinn. Sprengjusérfræðingar að sunnan komu að þeim aðgerðum auk sérsveitarmanna. Annar var handtekinn á staðnum en hinn á Suðurnesjum í för með stúlku. Fjórði karlmaðurinn var handtekinn á Akureyri á fimmtudag. „Þetta hefði getað verið mjög hættulegt á allan hátt,“ segir Bergur. „Mér skilst að Ólafsfjarðargöng séu það gömul að innra byrði þeirra standist í rauninni ekki sömu eldvarnarkröfur og gerðar eru í dag,“ segir Bergur. Almannahætta hafi verið fyrir hendi en sem betur fer hafi enginn verið á ferli á þessum tíma. Þrír karlar og stúlka handtekin „Rafmagn virðist hafa farið af gögnunum um miðnætti en við getum ekki sagt til um hve öflug sprengingin var. Það þarf betri sérfræðiþekkingu en ég bý yfir,“ segir Bergur. Þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hve lengi var rafmagnslaust. Bergur segir lögreglu þekkja til hinna grunuðu karlmanna sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri en stúlkan er yngri. Hann segir enga hættu á ferðum enda Vegagerðin búin að taka göngin út. Tjónið sé þó metið á milljónir en búnaður í göngunum hafi skemmst. Elías bæjarstjóri merkir ekki ótta í samfélaginu í Fjallabyggð. Örugglega einhverjum brugðið „Þú sérð bara athugasemdir á samfélagsmiðlum og þess háttar. En það er ekki eins og það sé einhver ótti í samfélaginu, það er ekki svoleiðis,“ segir Elías. Hann býr sjálfur á Siglufirði og setur þann fyrirvara á að mögulega sé hljóðið annað á Ólafsfirði. „Örugglega er einhverjum brugðið, eins og er bara eðlilegt. En það er ekki þannig að það sé eitthvað panic í gangi.“ Bergur segir lögreglu telja sig hafa sterkt mál í höndunum og atburðarásin nokkuð skýr. Gögn hafi fundist í húsleit sem hafi reynst mikilvæg við rannsókn málsins. Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær um að fjórir hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglu vegna sprengingarinnar í göngunum sem tengir saman Ólafsfjörð og Dalvík. Elías Pétursson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Íbúar Fjallabyggðar komu margir hverjir af fjöllum enda var þá rúm vika síðan atburðurinn átti sér stað. Þeirra á meðal Elías Pétursson, bæjarstóri í Fjallabyggð. Fólk hafi vitað að myrkur hafi komið í göngin. Annars þekki hann aðeins til málsins eftir fréttir í gær. „Þetta fór mjög hljótt, það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Elías í morgun. Rúm vika frá atburðinum Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn norðan heiða, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu að morgni fimmtudagsins 18. mars um sprengingu í göngunum sem virðist hafa átt sér stað á miðnætti með þeim afleiðingum að rafmagn fór af. Helgin leið þar til lögreglu tókst að átta sig á mögulegum gerendum. Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991. Ráðist var í húsleit hjá tveimur karlmönnum á Ólafsfirði á miðvikudag sem grunaðir voru um verknaðinn. Sprengjusérfræðingar að sunnan komu að þeim aðgerðum auk sérsveitarmanna. Annar var handtekinn á staðnum en hinn á Suðurnesjum í för með stúlku. Fjórði karlmaðurinn var handtekinn á Akureyri á fimmtudag. „Þetta hefði getað verið mjög hættulegt á allan hátt,“ segir Bergur. „Mér skilst að Ólafsfjarðargöng séu það gömul að innra byrði þeirra standist í rauninni ekki sömu eldvarnarkröfur og gerðar eru í dag,“ segir Bergur. Almannahætta hafi verið fyrir hendi en sem betur fer hafi enginn verið á ferli á þessum tíma. Þrír karlar og stúlka handtekin „Rafmagn virðist hafa farið af gögnunum um miðnætti en við getum ekki sagt til um hve öflug sprengingin var. Það þarf betri sérfræðiþekkingu en ég bý yfir,“ segir Bergur. Þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hve lengi var rafmagnslaust. Bergur segir lögreglu þekkja til hinna grunuðu karlmanna sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri en stúlkan er yngri. Hann segir enga hættu á ferðum enda Vegagerðin búin að taka göngin út. Tjónið sé þó metið á milljónir en búnaður í göngunum hafi skemmst. Elías bæjarstjóri merkir ekki ótta í samfélaginu í Fjallabyggð. Örugglega einhverjum brugðið „Þú sérð bara athugasemdir á samfélagsmiðlum og þess háttar. En það er ekki eins og það sé einhver ótti í samfélaginu, það er ekki svoleiðis,“ segir Elías. Hann býr sjálfur á Siglufirði og setur þann fyrirvara á að mögulega sé hljóðið annað á Ólafsfirði. „Örugglega er einhverjum brugðið, eins og er bara eðlilegt. En það er ekki þannig að það sé eitthvað panic í gangi.“ Bergur segir lögreglu telja sig hafa sterkt mál í höndunum og atburðarásin nokkuð skýr. Gögn hafi fundist í húsleit sem hafi reynst mikilvæg við rannsókn málsins.
Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent