Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 12:29 Íbúar á Ólafsfirði urðu ekki varir við sprenginguna sem olli rafmagnsleysi um tíma í göngunum í síðustu viku. Vísir/Atli Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær um að fjórir hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglu vegna sprengingarinnar í göngunum sem tengir saman Ólafsfjörð og Dalvík. Elías Pétursson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Íbúar Fjallabyggðar komu margir hverjir af fjöllum enda var þá rúm vika síðan atburðurinn átti sér stað. Þeirra á meðal Elías Pétursson, bæjarstóri í Fjallabyggð. Fólk hafi vitað að myrkur hafi komið í göngin. Annars þekki hann aðeins til málsins eftir fréttir í gær. „Þetta fór mjög hljótt, það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Elías í morgun. Rúm vika frá atburðinum Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn norðan heiða, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu að morgni fimmtudagsins 18. mars um sprengingu í göngunum sem virðist hafa átt sér stað á miðnætti með þeim afleiðingum að rafmagn fór af. Helgin leið þar til lögreglu tókst að átta sig á mögulegum gerendum. Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991. Ráðist var í húsleit hjá tveimur karlmönnum á Ólafsfirði á miðvikudag sem grunaðir voru um verknaðinn. Sprengjusérfræðingar að sunnan komu að þeim aðgerðum auk sérsveitarmanna. Annar var handtekinn á staðnum en hinn á Suðurnesjum í för með stúlku. Fjórði karlmaðurinn var handtekinn á Akureyri á fimmtudag. „Þetta hefði getað verið mjög hættulegt á allan hátt,“ segir Bergur. „Mér skilst að Ólafsfjarðargöng séu það gömul að innra byrði þeirra standist í rauninni ekki sömu eldvarnarkröfur og gerðar eru í dag,“ segir Bergur. Almannahætta hafi verið fyrir hendi en sem betur fer hafi enginn verið á ferli á þessum tíma. Þrír karlar og stúlka handtekin „Rafmagn virðist hafa farið af gögnunum um miðnætti en við getum ekki sagt til um hve öflug sprengingin var. Það þarf betri sérfræðiþekkingu en ég bý yfir,“ segir Bergur. Þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hve lengi var rafmagnslaust. Bergur segir lögreglu þekkja til hinna grunuðu karlmanna sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri en stúlkan er yngri. Hann segir enga hættu á ferðum enda Vegagerðin búin að taka göngin út. Tjónið sé þó metið á milljónir en búnaður í göngunum hafi skemmst. Elías bæjarstjóri merkir ekki ótta í samfélaginu í Fjallabyggð. Örugglega einhverjum brugðið „Þú sérð bara athugasemdir á samfélagsmiðlum og þess háttar. En það er ekki eins og það sé einhver ótti í samfélaginu, það er ekki svoleiðis,“ segir Elías. Hann býr sjálfur á Siglufirði og setur þann fyrirvara á að mögulega sé hljóðið annað á Ólafsfirði. „Örugglega er einhverjum brugðið, eins og er bara eðlilegt. En það er ekki þannig að það sé eitthvað panic í gangi.“ Bergur segir lögreglu telja sig hafa sterkt mál í höndunum og atburðarásin nokkuð skýr. Gögn hafi fundist í húsleit sem hafi reynst mikilvæg við rannsókn málsins. Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær um að fjórir hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglu vegna sprengingarinnar í göngunum sem tengir saman Ólafsfjörð og Dalvík. Elías Pétursson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Íbúar Fjallabyggðar komu margir hverjir af fjöllum enda var þá rúm vika síðan atburðurinn átti sér stað. Þeirra á meðal Elías Pétursson, bæjarstóri í Fjallabyggð. Fólk hafi vitað að myrkur hafi komið í göngin. Annars þekki hann aðeins til málsins eftir fréttir í gær. „Þetta fór mjög hljótt, það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Elías í morgun. Rúm vika frá atburðinum Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn norðan heiða, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu að morgni fimmtudagsins 18. mars um sprengingu í göngunum sem virðist hafa átt sér stað á miðnætti með þeim afleiðingum að rafmagn fór af. Helgin leið þar til lögreglu tókst að átta sig á mögulegum gerendum. Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991. Ráðist var í húsleit hjá tveimur karlmönnum á Ólafsfirði á miðvikudag sem grunaðir voru um verknaðinn. Sprengjusérfræðingar að sunnan komu að þeim aðgerðum auk sérsveitarmanna. Annar var handtekinn á staðnum en hinn á Suðurnesjum í för með stúlku. Fjórði karlmaðurinn var handtekinn á Akureyri á fimmtudag. „Þetta hefði getað verið mjög hættulegt á allan hátt,“ segir Bergur. „Mér skilst að Ólafsfjarðargöng séu það gömul að innra byrði þeirra standist í rauninni ekki sömu eldvarnarkröfur og gerðar eru í dag,“ segir Bergur. Almannahætta hafi verið fyrir hendi en sem betur fer hafi enginn verið á ferli á þessum tíma. Þrír karlar og stúlka handtekin „Rafmagn virðist hafa farið af gögnunum um miðnætti en við getum ekki sagt til um hve öflug sprengingin var. Það þarf betri sérfræðiþekkingu en ég bý yfir,“ segir Bergur. Þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hve lengi var rafmagnslaust. Bergur segir lögreglu þekkja til hinna grunuðu karlmanna sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri en stúlkan er yngri. Hann segir enga hættu á ferðum enda Vegagerðin búin að taka göngin út. Tjónið sé þó metið á milljónir en búnaður í göngunum hafi skemmst. Elías bæjarstjóri merkir ekki ótta í samfélaginu í Fjallabyggð. Örugglega einhverjum brugðið „Þú sérð bara athugasemdir á samfélagsmiðlum og þess háttar. En það er ekki eins og það sé einhver ótti í samfélaginu, það er ekki svoleiðis,“ segir Elías. Hann býr sjálfur á Siglufirði og setur þann fyrirvara á að mögulega sé hljóðið annað á Ólafsfirði. „Örugglega er einhverjum brugðið, eins og er bara eðlilegt. En það er ekki þannig að það sé eitthvað panic í gangi.“ Bergur segir lögreglu telja sig hafa sterkt mál í höndunum og atburðarásin nokkuð skýr. Gögn hafi fundist í húsleit sem hafi reynst mikilvæg við rannsókn málsins.
Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45