Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2021 07:00 Til viðbótar við sóttvarnarreglur og öryggi starfsfólks er mikilvægt að stjórnendur spyrji beinna spurninga um andlega líðan fólks. Því hún getur verið alls konar. Vísir/Getty Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir. Að vera vakandi yfir heilsu og líðan starfsfólks hefur sjaldan verið jafn áríðandi og einmitt nú. Því Covidþreytan er farin að segja til sín. Í nýlegri umfjöllun Harvard Business Review (HBR) er stjórnendum gefin nokkur ráð um það hvernig hægt er að bera sig að því að ræða andlega líðan í Covid. 1. Bein spurning og opnað fyrir umræðu Í umfjöllun HBR er vísað til rannsókna þar sem niðurstöður sýna að um 40% starfsfólks segja yfirmenn sína ekki hafa spurt sig um hvernig þeim líði andlega, eftir að heimsfaraldur skall á. Þetta háa hlutfall gæti komið mörgum á óvart, ekki síst vegna þess að almennt er talað um að samheldni meðal fólks sé víðast hvar mjög mikil. Möguleg skýring gæti verið sú að orka og tími stjórnenda hafi að miklu leyti farið í að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina og að farið sé eftir sóttvarnarreglum. En stjórnendum er einnig bent á að spyrja starfsfólk um andlega líðan og þá einfaldlega með því að spyrja: „Hvernig líður þér?“ Í umfjöllun HBR segir að samkvæmt rannsóknum svari flest starfsfólk þannig að því líði ágætlega og/eða velur að taka samtalið ekki lengra við yfirmenn sína. Sem er í góðu lagi líka. Aðalmálið er að stjórnandinn beri sig eftir því að athuga hver andleg líðan starfsmanns er og opni þannig á það tækifæri að andleg líðan sé rædd. 2. Raunveruleg hlustun og stuðningur Sjaldan er góð vísa of oft kveðin þegar kemur að mikilvægi þess að stjórnendur vandi sig við að hlusta á starfsfólk. Það á sérstaklega við þegar verið er að ræða jafn persónuleg málefni og andlega líðan. Því hlustun er ekkert síður stuðningur en að gefa góð ráð. Þá er það nefnt sérstaklega að í einstaka tilfelli geti það verið góð leið að stjórnandinn tjái sig sjálfur á persónulegum nótum, um hvernig honum/henni er að líða í því ástandi sem nú er. Að gefa af sér á óvissutímum, getur líka verið stuðningur. Því oft hjálpar það að fólk finni að það er ekki eitt um sína líðan eða vangaveltur vegna Covid. 3. Festa og eftirfylgni Í gegnum tíðina hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að starfsfólki líður almennt betur ef það er vel upplýst í vinnunni. Góð upplýsingamiðlun er þó sjaldan jafn áríðandi og einmitt nú þegar krísa stendur yfir. Á sama tíma er mikilvægt að stjórnendur fylgi eftir upplýsingamiðlun og séu í góðum samskiptum við starfsfólk og í samskiptafæri. Það getur haft jákvæð áhrif á líðan starfsfólks ef það veit að aðgengi að yfirmanni er einfalt. Þá sýna rannsóknir að flestir upplifa símtal frá stjórnanda sem bestu samskiptaleiðina ef ætlunin er að ræða það hvernig viðkomandi hefur það andlega. 4. Stjórnandinn sjálfur En til þess að geta verið til staðar fyrir starfsfólk, er jafn mikilvægt að hugað sé að andlegri líðan stjórnendanna sjálfra. Þannig þurfa vinnustaðir að gera ráðstafanir til að tryggja að stjórnendurnir sjálfir hafi aðgengi að stuðning og að þeirra líðan sé með einhverjum hætti einnig vöktuð. Hér er til dæmis mælt með því að vinnustaðir standi fyrir reglulegum mælingum og nýti sér þær niðurstöður til að vega og meta hvernig teymi, deildir eða svið eru að mælast. 5. Úrræði í boði Loks er á það bent að vinnustaðir sem bjóða upp á einhvers konar úrræði eða aðstoð fyrir fólk vegna vanlíðunar í Covid, þurfi að tryggja að þær upplýsingar séu öllu starfsfólki vel aðgengilegar. Síðast en ekki síst er stjórnendum bent á að gera megi ráð fyrir að áhrif Covid eigi eftir að hafa áhrif á líðan starfsfólks um all nokkurt skeið til viðbótar. Það á líka við um tímabilið þegar bólusetning er yfirstaðin og hin eiginlega endurreisn hefst. Stjórnun Góðu ráðin Heilsa Vinnustaðurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að vera vakandi yfir heilsu og líðan starfsfólks hefur sjaldan verið jafn áríðandi og einmitt nú. Því Covidþreytan er farin að segja til sín. Í nýlegri umfjöllun Harvard Business Review (HBR) er stjórnendum gefin nokkur ráð um það hvernig hægt er að bera sig að því að ræða andlega líðan í Covid. 1. Bein spurning og opnað fyrir umræðu Í umfjöllun HBR er vísað til rannsókna þar sem niðurstöður sýna að um 40% starfsfólks segja yfirmenn sína ekki hafa spurt sig um hvernig þeim líði andlega, eftir að heimsfaraldur skall á. Þetta háa hlutfall gæti komið mörgum á óvart, ekki síst vegna þess að almennt er talað um að samheldni meðal fólks sé víðast hvar mjög mikil. Möguleg skýring gæti verið sú að orka og tími stjórnenda hafi að miklu leyti farið í að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina og að farið sé eftir sóttvarnarreglum. En stjórnendum er einnig bent á að spyrja starfsfólk um andlega líðan og þá einfaldlega með því að spyrja: „Hvernig líður þér?“ Í umfjöllun HBR segir að samkvæmt rannsóknum svari flest starfsfólk þannig að því líði ágætlega og/eða velur að taka samtalið ekki lengra við yfirmenn sína. Sem er í góðu lagi líka. Aðalmálið er að stjórnandinn beri sig eftir því að athuga hver andleg líðan starfsmanns er og opni þannig á það tækifæri að andleg líðan sé rædd. 2. Raunveruleg hlustun og stuðningur Sjaldan er góð vísa of oft kveðin þegar kemur að mikilvægi þess að stjórnendur vandi sig við að hlusta á starfsfólk. Það á sérstaklega við þegar verið er að ræða jafn persónuleg málefni og andlega líðan. Því hlustun er ekkert síður stuðningur en að gefa góð ráð. Þá er það nefnt sérstaklega að í einstaka tilfelli geti það verið góð leið að stjórnandinn tjái sig sjálfur á persónulegum nótum, um hvernig honum/henni er að líða í því ástandi sem nú er. Að gefa af sér á óvissutímum, getur líka verið stuðningur. Því oft hjálpar það að fólk finni að það er ekki eitt um sína líðan eða vangaveltur vegna Covid. 3. Festa og eftirfylgni Í gegnum tíðina hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að starfsfólki líður almennt betur ef það er vel upplýst í vinnunni. Góð upplýsingamiðlun er þó sjaldan jafn áríðandi og einmitt nú þegar krísa stendur yfir. Á sama tíma er mikilvægt að stjórnendur fylgi eftir upplýsingamiðlun og séu í góðum samskiptum við starfsfólk og í samskiptafæri. Það getur haft jákvæð áhrif á líðan starfsfólks ef það veit að aðgengi að yfirmanni er einfalt. Þá sýna rannsóknir að flestir upplifa símtal frá stjórnanda sem bestu samskiptaleiðina ef ætlunin er að ræða það hvernig viðkomandi hefur það andlega. 4. Stjórnandinn sjálfur En til þess að geta verið til staðar fyrir starfsfólk, er jafn mikilvægt að hugað sé að andlegri líðan stjórnendanna sjálfra. Þannig þurfa vinnustaðir að gera ráðstafanir til að tryggja að stjórnendurnir sjálfir hafi aðgengi að stuðning og að þeirra líðan sé með einhverjum hætti einnig vöktuð. Hér er til dæmis mælt með því að vinnustaðir standi fyrir reglulegum mælingum og nýti sér þær niðurstöður til að vega og meta hvernig teymi, deildir eða svið eru að mælast. 5. Úrræði í boði Loks er á það bent að vinnustaðir sem bjóða upp á einhvers konar úrræði eða aðstoð fyrir fólk vegna vanlíðunar í Covid, þurfi að tryggja að þær upplýsingar séu öllu starfsfólki vel aðgengilegar. Síðast en ekki síst er stjórnendum bent á að gera megi ráð fyrir að áhrif Covid eigi eftir að hafa áhrif á líðan starfsfólks um all nokkurt skeið til viðbótar. Það á líka við um tímabilið þegar bólusetning er yfirstaðin og hin eiginlega endurreisn hefst.
Stjórnun Góðu ráðin Heilsa Vinnustaðurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01
Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01
Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00