„Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2021 18:03 Bjarni Þór Viðarsson hefur farið á stórmót með U21 árs landsliðinu. Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21 EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00
Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00