Vextir að öllum líkindum lágir út árið Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2021 11:40 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri fóru yfir stöðu paningamála og vaxta á upplýsingafundi í morgun. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Eftirspurnin í þjóðfélaginu hefur reynst meiri en spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.Á upplýsingafundi í morgun kom fram að samdráttur landsframleiðslu hafi verið 6,6% í fyrra en ekki 7,7 prósent eins og spá Seðlabankans í febrúar gerði ráð fyrir. Efnahagsumsvif hafi reynst kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins verið nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Peningastefnunefnd segir að óvissan sé hins vegar enn mikil. Þróun efnahagsmála hér og erlendis muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar og hversu vel bólusetning gegn henni gangi. Verðbólga hefur hjaðnað töluvert hægar en Seðlabankinn reiknaði með og mældist 4,1% í febrúar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknkar með að vextir verði áfram lágir út þetta ár.Stöð 2/Egill Eruð þið að sjá fram á að það séu miklar líkur á að hún lækki á næstu þremur mánuðum? „Á næstu sex mánuðum myndi ég halda af því að nú hefur gengið verið að styrkjast undanfarið. Það eru ýmsir aðrir þættir að vinna með henni þannig að ég held að hún sé að fara að ganga niður,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Seðlabankinn hafði í fyrri spám reiknað með að verðbólga fær ört lækkandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en hún er enn 1,6 prósentustigum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Heimilin hafa verið dugleg í lántökum fyrir húsnæði undanfarin misseri vegna sögulega hagstæðra vaxta. Ásgeir reiknar með að vextir verði áfram lágir. „Við munum ekki hækka vexti nema við nauðsynlega þurfum. Við skulum orða það þannig. Að einhverju leyti höfum við líka önnur stýritæki sem við getum beitt. Okkar spár segja að við þurfum í rauninni ekki að grípa til vaxtahækkana á þessu ári ef allt gengur eftir,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Eftirspurnin í þjóðfélaginu hefur reynst meiri en spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.Á upplýsingafundi í morgun kom fram að samdráttur landsframleiðslu hafi verið 6,6% í fyrra en ekki 7,7 prósent eins og spá Seðlabankans í febrúar gerði ráð fyrir. Efnahagsumsvif hafi reynst kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins verið nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Peningastefnunefnd segir að óvissan sé hins vegar enn mikil. Þróun efnahagsmála hér og erlendis muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar og hversu vel bólusetning gegn henni gangi. Verðbólga hefur hjaðnað töluvert hægar en Seðlabankinn reiknaði með og mældist 4,1% í febrúar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknkar með að vextir verði áfram lágir út þetta ár.Stöð 2/Egill Eruð þið að sjá fram á að það séu miklar líkur á að hún lækki á næstu þremur mánuðum? „Á næstu sex mánuðum myndi ég halda af því að nú hefur gengið verið að styrkjast undanfarið. Það eru ýmsir aðrir þættir að vinna með henni þannig að ég held að hún sé að fara að ganga niður,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Seðlabankinn hafði í fyrri spám reiknað með að verðbólga fær ört lækkandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en hún er enn 1,6 prósentustigum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Heimilin hafa verið dugleg í lántökum fyrir húsnæði undanfarin misseri vegna sögulega hagstæðra vaxta. Ásgeir reiknar með að vextir verði áfram lágir. „Við munum ekki hækka vexti nema við nauðsynlega þurfum. Við skulum orða það þannig. Að einhverju leyti höfum við líka önnur stýritæki sem við getum beitt. Okkar spár segja að við þurfum í rauninni ekki að grípa til vaxtahækkana á þessu ári ef allt gengur eftir,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira