Vextir að öllum líkindum lágir út árið Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2021 11:40 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri fóru yfir stöðu paningamála og vaxta á upplýsingafundi í morgun. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Eftirspurnin í þjóðfélaginu hefur reynst meiri en spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.Á upplýsingafundi í morgun kom fram að samdráttur landsframleiðslu hafi verið 6,6% í fyrra en ekki 7,7 prósent eins og spá Seðlabankans í febrúar gerði ráð fyrir. Efnahagsumsvif hafi reynst kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins verið nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Peningastefnunefnd segir að óvissan sé hins vegar enn mikil. Þróun efnahagsmála hér og erlendis muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar og hversu vel bólusetning gegn henni gangi. Verðbólga hefur hjaðnað töluvert hægar en Seðlabankinn reiknaði með og mældist 4,1% í febrúar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknkar með að vextir verði áfram lágir út þetta ár.Stöð 2/Egill Eruð þið að sjá fram á að það séu miklar líkur á að hún lækki á næstu þremur mánuðum? „Á næstu sex mánuðum myndi ég halda af því að nú hefur gengið verið að styrkjast undanfarið. Það eru ýmsir aðrir þættir að vinna með henni þannig að ég held að hún sé að fara að ganga niður,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Seðlabankinn hafði í fyrri spám reiknað með að verðbólga fær ört lækkandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en hún er enn 1,6 prósentustigum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Heimilin hafa verið dugleg í lántökum fyrir húsnæði undanfarin misseri vegna sögulega hagstæðra vaxta. Ásgeir reiknar með að vextir verði áfram lágir. „Við munum ekki hækka vexti nema við nauðsynlega þurfum. Við skulum orða það þannig. Að einhverju leyti höfum við líka önnur stýritæki sem við getum beitt. Okkar spár segja að við þurfum í rauninni ekki að grípa til vaxtahækkana á þessu ári ef allt gengur eftir,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Eftirspurnin í þjóðfélaginu hefur reynst meiri en spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.Á upplýsingafundi í morgun kom fram að samdráttur landsframleiðslu hafi verið 6,6% í fyrra en ekki 7,7 prósent eins og spá Seðlabankans í febrúar gerði ráð fyrir. Efnahagsumsvif hafi reynst kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins verið nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Peningastefnunefnd segir að óvissan sé hins vegar enn mikil. Þróun efnahagsmála hér og erlendis muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar og hversu vel bólusetning gegn henni gangi. Verðbólga hefur hjaðnað töluvert hægar en Seðlabankinn reiknaði með og mældist 4,1% í febrúar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknkar með að vextir verði áfram lágir út þetta ár.Stöð 2/Egill Eruð þið að sjá fram á að það séu miklar líkur á að hún lækki á næstu þremur mánuðum? „Á næstu sex mánuðum myndi ég halda af því að nú hefur gengið verið að styrkjast undanfarið. Það eru ýmsir aðrir þættir að vinna með henni þannig að ég held að hún sé að fara að ganga niður,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Seðlabankinn hafði í fyrri spám reiknað með að verðbólga fær ört lækkandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en hún er enn 1,6 prósentustigum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Heimilin hafa verið dugleg í lántökum fyrir húsnæði undanfarin misseri vegna sögulega hagstæðra vaxta. Ásgeir reiknar með að vextir verði áfram lágir. „Við munum ekki hækka vexti nema við nauðsynlega þurfum. Við skulum orða það þannig. Að einhverju leyti höfum við líka önnur stýritæki sem við getum beitt. Okkar spár segja að við þurfum í rauninni ekki að grípa til vaxtahækkana á þessu ári ef allt gengur eftir,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira