Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:27 Frá gosstöðvunum í Geldingadal í gær. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að litlar breytingar hafi orðið á eldgosinu. „Eins og er þá er [staðan] svipuð og hún hefur verið frá því það byrjaði. Það er áframhaldandi hraunrennsli.“ Á gostímabili sé eðlilegt að ýmist aukist eða dragi úr ákefð gossins til skiptis. Því sé afar hæpið að draga ályktanir um endalok þess út frá vefmyndavélum á vettvangi. „Þetta getur komið í hviðum þannig að það er ekki hægt að segja til um þetta strax út frá vefmyndavélum að dæma. Við erum bara að horfa á þetta öðrum megin. Við sjáum ekki hvað er að ske hinum megin.“ Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á gossvæðinu í Geldingadal og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. „Síðast var mælt hjá okkur í gær. Við vitum ekki hver staðan er hjá okkur núna en fólk frá okkur fer að mæla eftir hádegi en þær tölur sem talað var um í morgun komu ekki frá okkur heldur viðbragðsaðilum með handmæla.“ Bryndís segir að á morgun sé afar líklegt að gosmengun fari upp úr öllu valdi í dalnum því þá er útlit fyrir að dragi úr vindi og þá safnast gas frekar fyrir. „Þá verður mun meiri hætta á gassöfnun ofan í dalnum við gosstöðvarnar og getur þá orðið lífshættulegt.“ Aðspurð hvort almenningi verði meinaður aðgangur að svæðinu alfarið ef mengunin mun teljast lífshættuleg svarar Bryndís því til að það sé líklegt en erfitt sé að fá fólk til að fara að tilmælum. „Það er spurning hvort það sé hægt. Þeir sem ætla sér að fara munu örugglega finn leið. En það munu að öllum líkindum koma tilmæli frá okkur, almannavörnum og viðbragðsaðilum að það verði alls ekki sniðugt að fara ef aðstæður verða þannig. Eins og sást í nótt var búið að vara við vondu veðri og fleira og björgunarsveitir voru á fullu að hjálpa fólki.“ Svona hegðun valdi mun meira álagi á björgunarsveitirnar og stofni lífi fjölda fólks í hættu. Eru einhverjar vísbendingar um að það gæti farið að gjósa á fleiri stöðum? „Það er alltaf möguleiki á að það opnist einhvers staðar á því svæði sem gangurinn liggur þannig að fólk þarf að hafa varann á og passa sig. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51 Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að litlar breytingar hafi orðið á eldgosinu. „Eins og er þá er [staðan] svipuð og hún hefur verið frá því það byrjaði. Það er áframhaldandi hraunrennsli.“ Á gostímabili sé eðlilegt að ýmist aukist eða dragi úr ákefð gossins til skiptis. Því sé afar hæpið að draga ályktanir um endalok þess út frá vefmyndavélum á vettvangi. „Þetta getur komið í hviðum þannig að það er ekki hægt að segja til um þetta strax út frá vefmyndavélum að dæma. Við erum bara að horfa á þetta öðrum megin. Við sjáum ekki hvað er að ske hinum megin.“ Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á gossvæðinu í Geldingadal og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. „Síðast var mælt hjá okkur í gær. Við vitum ekki hver staðan er hjá okkur núna en fólk frá okkur fer að mæla eftir hádegi en þær tölur sem talað var um í morgun komu ekki frá okkur heldur viðbragðsaðilum með handmæla.“ Bryndís segir að á morgun sé afar líklegt að gosmengun fari upp úr öllu valdi í dalnum því þá er útlit fyrir að dragi úr vindi og þá safnast gas frekar fyrir. „Þá verður mun meiri hætta á gassöfnun ofan í dalnum við gosstöðvarnar og getur þá orðið lífshættulegt.“ Aðspurð hvort almenningi verði meinaður aðgangur að svæðinu alfarið ef mengunin mun teljast lífshættuleg svarar Bryndís því til að það sé líklegt en erfitt sé að fá fólk til að fara að tilmælum. „Það er spurning hvort það sé hægt. Þeir sem ætla sér að fara munu örugglega finn leið. En það munu að öllum líkindum koma tilmæli frá okkur, almannavörnum og viðbragðsaðilum að það verði alls ekki sniðugt að fara ef aðstæður verða þannig. Eins og sást í nótt var búið að vara við vondu veðri og fleira og björgunarsveitir voru á fullu að hjálpa fólki.“ Svona hegðun valdi mun meira álagi á björgunarsveitirnar og stofni lífi fjölda fólks í hættu. Eru einhverjar vísbendingar um að það gæti farið að gjósa á fleiri stöðum? „Það er alltaf möguleiki á að það opnist einhvers staðar á því svæði sem gangurinn liggur þannig að fólk þarf að hafa varann á og passa sig.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51 Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34
Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51
Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38