Erlent

Finna örplast í snjó í Síberíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Snæviþakin gaslind í Urengoy í Síberíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Snæviþakin gaslind í Urengoy í Síberíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA

Rússneskir vísindamenn hafa fundið örplast í snjósýnum sem þeir tóku á tuttugu stöðum í Síberíu. Plastagnirnar virðist þannig berast með lofti frá mannabyggðum til afskekktustu óbyggða.

Örplast myndast þegar plastrusl brotnar niður. Það finnst í lofti, dýrum, vatni og jafnvel ísnum á norðurskautinu. Bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna frá Ríkisháskólanum í Tomsk benda til þess að agnirnar berist með lofti og þeim snjó niður í tuttugu héruðum Síberíu, allt frá Altai-fjöllum til Norður-Íshafsins.

Júlía Frank, yfirmaður vísindarannsókna við örplastmiðstöð háskólans í Síberíu, segir við Reuters-fréttastofuna að ljóst sé að örplast dreifist ekki aðeins með ám og hafstraumum heldur einnig í jarðvegi, með lífverum og jafnvel loftinu.

Áður hefur örplast fundist í meltingarkerfi fiska sem veiðast í síberískum ám. Með ánum berst plastmengunin út í Norður-Íshafið. Vísindamennirnir rannsaka nú hvort að þéttleiki mannabyggða, nálægð við vegi eða aðrar athafnir manna hafi áhrif á plastmengunina sem þeir fundu í snjósýnunum.


Tengdar fréttir

Ísland á meðal ríkja sem berjast gegn drauganetum

Áætlað er að um átta milljónir tonna af plastúrgangi berist í hafið á hverju ári ef ekkert verður að gert. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum.

Ísland á meðal ríkja sem berjast gegn drauganetum

Áætlað er að um átta milljónir tonna af plastúrgangi berist í hafið á hverju ári ef ekkert verður að gert. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum.

Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum

Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×