Neita að hafa hótað því að fella Barcelona niður um deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 09:00 Ekki er enn vitað hvort Lionel Messi verði áfram hjá Barcelona en nýr forseti getur nú farið að einbeita sér að sannfæra hann um að vera áfram. AP/Joan Monfort Spænska deildin segist ekki hafa hótað því að senda stórlið Barcelona niður um deild tækist félaginu ekki að koma fram með 125 milljóna evru tryggingu í vikunni. Fréttir frá Spáni í vikunni voru um að La Liga hafi heimtað slíka tryggingu áður en nýr forseti tæki við. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í marga mánuði og rekstur félagsins hefur gengið illa. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif en auk þess hafa peningamálin verið í ruglinu fyrir utan það. Barcelona hefur meðal annars keypt leikmenn fyrir stórar upphæðir en þeir hafa skilað litlu fyrir liðið inn á vellinum. La Liga Denies Barcelona Relegation Threat Over 125m https://t.co/oJ2xJ1UF4o— LEADERSHIP Newspaper (@LeadershipNGA) March 19, 2021 Toni Freixa, sem tapaði forsetakosningunum á dögunum, sagði frá því að hann ásamt hinum tveimur frambjóðendunum, Joan Laporta og Victor Font, hafi fengið að vita það hjá starfandi forseta, Carles Tusquets, að spænska deildin myndi taka hart á því ef slík trygging kæmi ekki áður en nýr forseti væri settur í embættið. Forseti spænsku deildarinnar á þar að hafa hótað Barcelona að senda það niður um deild. Bankatryggingin er fimmtán prósent af fjárhagsáætlun Barcelona og er sett inn sem leið til að tryggja það að félagið sé ekki rekið ábyrgðarlaust. La Liga þarf síðan að staðfesta að þessi trygging sé til staðar. Freixa sagði frá þessu á Twitter. „Svar La Liga eða nánar til getið svar forsetans Javier Tebas, var að ef þið setjið nýjan forseta í embætti án þess að koma fram með þessa tryggingu þá mun ég senda Barcelona niður í b-deildina. Þetta sagði Carles Tusquets okkur öllum þremur forsetaframbjóðendunum,“ skrifaði Toni Freixa. Barcelona president-elect Joan Laporta has received the 125M ($149M) bank guarantees required to "officially become Barcelona's president." He was expected to send them to @LaLiga for approval tonight ahead of the deadline. : https://t.co/EY2U7ZDO87 pic.twitter.com/CKa4xNBvQ9— Sports Business Journal (@sbjsbd) March 16, 2021 La Liga hefur nú komið fram að neitað því að að þeir Tebas og Tusquets hafi haft einhver samskipti í aðdraganda forsetakosninganna. Spænska deildin hefur líka staðfest það sem myndi gerast kæmi ekki slík trygging. Þá yrði að endurtaka forsetakosningarnar en Barcelona myndi ekki falla niður um deild. Joan Laporta tókst að koma með þessa umræddu tryggingu á réttum tíma og hefur nú endanlega verið staðfestur sem nýr forseti Barcelona. Fjárhagsmálin eru mikill höfuðverkur fyrir félagið en mesta pressan eins og er snýst um það hvort Joan Laporta takist að sannfæra Lionel Messi um að vera áfram þegar samningur hans rennur út í sumar. Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Fréttir frá Spáni í vikunni voru um að La Liga hafi heimtað slíka tryggingu áður en nýr forseti tæki við. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í marga mánuði og rekstur félagsins hefur gengið illa. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif en auk þess hafa peningamálin verið í ruglinu fyrir utan það. Barcelona hefur meðal annars keypt leikmenn fyrir stórar upphæðir en þeir hafa skilað litlu fyrir liðið inn á vellinum. La Liga Denies Barcelona Relegation Threat Over 125m https://t.co/oJ2xJ1UF4o— LEADERSHIP Newspaper (@LeadershipNGA) March 19, 2021 Toni Freixa, sem tapaði forsetakosningunum á dögunum, sagði frá því að hann ásamt hinum tveimur frambjóðendunum, Joan Laporta og Victor Font, hafi fengið að vita það hjá starfandi forseta, Carles Tusquets, að spænska deildin myndi taka hart á því ef slík trygging kæmi ekki áður en nýr forseti væri settur í embættið. Forseti spænsku deildarinnar á þar að hafa hótað Barcelona að senda það niður um deild. Bankatryggingin er fimmtán prósent af fjárhagsáætlun Barcelona og er sett inn sem leið til að tryggja það að félagið sé ekki rekið ábyrgðarlaust. La Liga þarf síðan að staðfesta að þessi trygging sé til staðar. Freixa sagði frá þessu á Twitter. „Svar La Liga eða nánar til getið svar forsetans Javier Tebas, var að ef þið setjið nýjan forseta í embætti án þess að koma fram með þessa tryggingu þá mun ég senda Barcelona niður í b-deildina. Þetta sagði Carles Tusquets okkur öllum þremur forsetaframbjóðendunum,“ skrifaði Toni Freixa. Barcelona president-elect Joan Laporta has received the 125M ($149M) bank guarantees required to "officially become Barcelona's president." He was expected to send them to @LaLiga for approval tonight ahead of the deadline. : https://t.co/EY2U7ZDO87 pic.twitter.com/CKa4xNBvQ9— Sports Business Journal (@sbjsbd) March 16, 2021 La Liga hefur nú komið fram að neitað því að að þeir Tebas og Tusquets hafi haft einhver samskipti í aðdraganda forsetakosninganna. Spænska deildin hefur líka staðfest það sem myndi gerast kæmi ekki slík trygging. Þá yrði að endurtaka forsetakosningarnar en Barcelona myndi ekki falla niður um deild. Joan Laporta tókst að koma með þessa umræddu tryggingu á réttum tíma og hefur nú endanlega verið staðfestur sem nýr forseti Barcelona. Fjárhagsmálin eru mikill höfuðverkur fyrir félagið en mesta pressan eins og er snýst um það hvort Joan Laporta takist að sannfæra Lionel Messi um að vera áfram þegar samningur hans rennur út í sumar.
Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira