„Auknar líkur á eldgosi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. mars 2021 15:05 Öflugur skjálfti varð kl 14:15 í dag. Vísir/Vilhelm Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. „Ég myndi segja að líkurnar á gosi aukast þegar þessi læti eru í gangi. Og sérstaklega þegar það verða svona skjálftar sem eru að brjóta mjög mikið. Þá losnar spenna og losnar pláss og við erum bara enn í þessum atburði. Á meðan þessir atburðir eru í gangi og þessi mikla virkni þá bendir það til þess að það sé enn þá kvikuflæði í gangi og mikill þrýstingur á kvikuganginum – og þar með eru auknar líkur á eldgosi,“ segir Kristín. Hún segist telja að stóri skjálftinn klukkan rúmlega tvö, sem mældist 5,4 að stærð, hafi verið svokallaður gikkskjálfti. „Gikkskjálftar eru afleiðing af spennubreytingu á stóru svæði. Við erum með þessa rifu þar sem kvikan er og kvikugangurinn myndast. Kvikan er að pota sér þar, en um leið og hún fær meira pláss og fer að ýta á skorpuna í kringum sig þá er það ekki bara skorpan sem er alveg næst kvikuganginum sem verður fyrir áhrifum heldur bara stórt svæði. Fólk í margra kílómetra fjarlægð fann fyrir þessu,“ segir Kristín. Skjálftinn varð um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið, klukkan 14.38 og var samkvæmt fyrsta mati 4 að stærð. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
„Ég myndi segja að líkurnar á gosi aukast þegar þessi læti eru í gangi. Og sérstaklega þegar það verða svona skjálftar sem eru að brjóta mjög mikið. Þá losnar spenna og losnar pláss og við erum bara enn í þessum atburði. Á meðan þessir atburðir eru í gangi og þessi mikla virkni þá bendir það til þess að það sé enn þá kvikuflæði í gangi og mikill þrýstingur á kvikuganginum – og þar með eru auknar líkur á eldgosi,“ segir Kristín. Hún segist telja að stóri skjálftinn klukkan rúmlega tvö, sem mældist 5,4 að stærð, hafi verið svokallaður gikkskjálfti. „Gikkskjálftar eru afleiðing af spennubreytingu á stóru svæði. Við erum með þessa rifu þar sem kvikan er og kvikugangurinn myndast. Kvikan er að pota sér þar, en um leið og hún fær meira pláss og fer að ýta á skorpuna í kringum sig þá er það ekki bara skorpan sem er alveg næst kvikuganginum sem verður fyrir áhrifum heldur bara stórt svæði. Fólk í margra kílómetra fjarlægð fann fyrir þessu,“ segir Kristín. Skjálftinn varð um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið, klukkan 14.38 og var samkvæmt fyrsta mati 4 að stærð. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira