Kristján Þór ekki í framboð aftur Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór hefur setið á þingi frá 2007 og verið ráðherra frá árinu 2013, fyrst sem heilbrigðisráðherra, síðan menntamálaráðherra og nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Í viðtalinu segir Kristján Þór að hann ætli ekki að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum og að hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó að hann verði ekki lengur í forystuhlutverki eftir þetta kjörtímabil. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir hann við blaðið. Kristján Þór hefur legið undir þó nokkurri gagnrýni á þessu kjörtímabili vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans vegna þess. Þegar Samherji var sakaður um að hafa mútað ráðamönnum í Namibíu til að tryggja sér kvóta árið 2019 sagði Kristján Þór sig frá því að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þá hafði komið í ljós að hann hafði verið kynntur fyrir sumum þeirra sem voru sakaðir um mútuþægni á skrifstofum Samherja árið 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór með málin í hans stað. Sem landbúnaðarráðherra olli Kristján Þór einnig nokkrum úlfaþyt með ummælum sínum á Alþingi um að það að vera sauðfjárbóndi væri lífsstíll í október. Landssamtök sauðfjárbænda voru á meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann harðlega vegna ummælanna og sökuðu hann um að vera ekki upplýstan um stöðu greinarinnar. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 fyrr á þessu ári reyndist Kristján Þór afgerandi óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Aðeins níu prósent svarenda sögðust ánægð með störf hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Í viðtalinu segir Kristján Þór að hann ætli ekki að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum og að hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó að hann verði ekki lengur í forystuhlutverki eftir þetta kjörtímabil. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir hann við blaðið. Kristján Þór hefur legið undir þó nokkurri gagnrýni á þessu kjörtímabili vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans vegna þess. Þegar Samherji var sakaður um að hafa mútað ráðamönnum í Namibíu til að tryggja sér kvóta árið 2019 sagði Kristján Þór sig frá því að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þá hafði komið í ljós að hann hafði verið kynntur fyrir sumum þeirra sem voru sakaðir um mútuþægni á skrifstofum Samherja árið 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór með málin í hans stað. Sem landbúnaðarráðherra olli Kristján Þór einnig nokkrum úlfaþyt með ummælum sínum á Alþingi um að það að vera sauðfjárbóndi væri lífsstíll í október. Landssamtök sauðfjárbænda voru á meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann harðlega vegna ummælanna og sökuðu hann um að vera ekki upplýstan um stöðu greinarinnar. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 fyrr á þessu ári reyndist Kristján Þór afgerandi óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Aðeins níu prósent svarenda sögðust ánægð með störf hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira