Innlent

Skipar viðbragðshóp vegna mögulegs eldgoss

Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill vera við öllu búin ef og þegar til eldsumbrota kemur.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill vera við öllu búin ef og þegar til eldsumbrota kemur. Vísir/Vilhelm

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar í morgun að skipa sérstakan hóp ráðuneytisstjóra sem er ætlað að eiga í nánu samráði við viðeigandi stofnanir til að undirbúa áætlun til að vernda mikilvæga innviði á borð við vatnsból, orkukerfi og fjarskiptakerfi ef til eldgoss kemur.

 Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundinum.

„Þetta er til að tryggja að við verðum tilbúin ef til eldsumbrota kemur,“ sagði Katrín í viðtali eftir fundinn.

Mikilvægt sé að hefja þessa vinnu strax þótt ekkert eldgos sé hafið.

Skjálftavirkni hefur verið mikil á Reykjanesi undanfarnar vikur og ekkert lát á. Skjálfti fimm að stærð varð snemma í morgun.


Tengdar fréttir

Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð

Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall.

Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt

Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×