Innlent

Bein útsending af Fagradalsfjalli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill órói er á svæðinu og segja sérfræðinar eldgos vera líklegt.
Mikill órói er á svæðinu og segja sérfræðinar eldgos vera líklegt. Vísir/RAX

Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu.

Kvikugangurinn hefur að mestu verið undir Fagradalsfjalli en hefur verið að færast til suðurs. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands segja líkur á eldgosi og því lengur sem skjálftavirkni haldi áfram sé mun líklegra að óróinn endi með eldgosi.

Vert er þó að taka fram að miðað við þær sviðsmyndir sem þykja líklegastar mun eldgosið ekki skapa hættu í byggð.

Ein myndavélanna er upp á Þorbirni við Grindavík og horfir í átt að áætluðu gossvæði í suðurhlíðum Fagradalsfjalls.

Hægri megin á skjánum má sjá Hraunsvík og Keilir sést lengst til vinstri, ef skyggni leyfir. Fagradalsfjall er efst við miðjan skjá.

Hinar tvær myndavélarnar eru við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd sem er beint að Keili. Önnur þeirra er hitamyndavél og ætti því að fanga eldgoss jafnvel þó að myrkur sé skollið á.

Sjá einnig: Óróasvæðið í beinni útsendingu

Útsendingar hinna myndavélanna tveggja má sjá hér að neðan. Hitamyndavélin er sú neðri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×