Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:39 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. Hann kallar eftir þessu í pistli sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Á meðal gagnrýndenda eru Rósa Björk og Þórhildur Sunna. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli sem þeim þykja óþolendavæn á a borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Jón Steinar sagði í Reykjavík síðdegis í gær viðbrögðin vera bull og vitleysu og að þau séu byggð á misskilningi. „Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. Sjá nánar: „Ég er verndari réttarríkisins“ Hann vill að fjölmiðlar hafi aðgang að umræddum fundi. Undir lok pistilsins sendir hann Aðalheiði Ámundadóttur fréttastjóra Fréttablaðsins pillu og sagði að hún kæmi til greina sem fundarstjóri. „En ég hef hana grunaða um að hafa samúð með gagnrýnendum mínum.“ Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hann kallar eftir þessu í pistli sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Á meðal gagnrýndenda eru Rósa Björk og Þórhildur Sunna. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli sem þeim þykja óþolendavæn á a borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Jón Steinar sagði í Reykjavík síðdegis í gær viðbrögðin vera bull og vitleysu og að þau séu byggð á misskilningi. „Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. Sjá nánar: „Ég er verndari réttarríkisins“ Hann vill að fjölmiðlar hafi aðgang að umræddum fundi. Undir lok pistilsins sendir hann Aðalheiði Ámundadóttur fréttastjóra Fréttablaðsins pillu og sagði að hún kæmi til greina sem fundarstjóri. „En ég hef hana grunaða um að hafa samúð með gagnrýnendum mínum.“
Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41