Innlent

Um 800 skjálftar frá miðnætti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekkert lát er á skjálftavirknina á Reykjanesskaga en skjálftarnir hafa til dæmis farið illa með þennan veg við Svartsengi.
Ekkert lát er á skjálftavirknina á Reykjanesskaga en skjálftarnir hafa til dæmis farið illa með þennan veg við Svartsengi. Vísir/Vilhelm

Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4.

Hann varð klukkan 02:10 og átti upptök sín á 6,6 kílómetra dýpi 2,1 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Hulda segir virknina koma í hviðum.

Þannig hafi til að mynda margir smáskjálftar orðið rétt eftir miðnætti og voru þrír þeirra þrír að stærð eða aðeins yfir þremur samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar.

Hulda segir þessa virkni þó ekki hafa verið þannig að kalla mætti það óróapúls. Enginn órói hafi þannig mælst í nótt og ekki er að sjá á vefmyndavélum Veðurstofunnar að gos sé hafið.

Staðan er á Reykjanesskaga er þannig óbreytt og atburðurinn enn í gangi. Enn má því má búast við eldgosi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×