Innlent

Sjö skjálftar yfir 3 á áttunda tímanum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Veðurstofa Íslands

Frá því kl. 19.22 hafa sjö skjálftar yfir 3 mælst á Reykjanesskaga. Röðin hófst með skjálfta upp á 3,6 en nýjasti skjálftinn, sem mældist kl. 19.49 var 3,7.

Frá miðnætti hafa yfir 2.100 skjálftar mælst á Reykjanesskaga en seinnipartinn hefur virknin mest verið í kringum syðsta enda Fagradalsfjalls. Þrír hafa verið yfir 4 en sá stærsti varð klukkan 3.15 í nótt. Hann var 5,1 að stærð.

Uppfært kl. 21.15 með athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands:

„Frá kl. 19 í kvöld hefur virknin aukist lítillega við Fagradalsfjall og allnokkrir skjálftar yfir 3 orðið á svæðinu. Sá stærsti var 3,8 kl. 20:20.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×