Fótbolti

Suarez hetjan og sex stiga for­ysta At­letico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez fagnar eftir að hafa aukið forystu Atletico í sex stig á toppnum.
Suarez fagnar eftir að hafa aukið forystu Atletico í sex stig á toppnum. Angel Martinez/Getty Images)

Atletico Madrid jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í sex stig er liðið vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao á Wanda Metropolitano leikvanginum í kvöld.

Það voru gestirnir frá Bilbao sem komust yfir. Iker Muniain skoraði fyrsta markið á 21. mínútu en Marcos Llorente jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Madrídingar fengu vítaspyrnu á 51. mínútu. Unai Nunez var dæmdur brotlegur eftir baráttu við Luis Suarez. Úrúgvæinn fór sjálfur á punktinn og skoraði. Lokatölur 2-1 sigur Atletico.

Madrídarliðið er með 62 stig á toppi deildarinnar. Barcelona er i öðru sætinu með 56 stig og Real í þriðja sætinu með 54 stig er tólf umferðir eru eftir.

Athletic Bilbao er í áttunda sætinu með 33 stig.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×