Fótbolti

Arnór Ingvi á leiðinni til Banda­ríkjanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi vann sænsku úrvalsdeildina einu sinni á tíma sínum hjá sænska félaginu.
Arnór Ingvi vann sænsku úrvalsdeildina einu sinni á tíma sínum hjá sænska félaginu. Lars Dareberg/Getty Images

Arnór Ingvi Traustason er á leiðinni frá sænsku meisturunum í Malmö í MLS-deildina í Bandaríkjunum en það er FotbollDirekt sem greinir frá þessu á vef sínum í dag.

Ekki kemur fram hvaða lið er um að ræða en Malmö er sagt nálægt því að samþkykt tilboð í Arnór Ingva. Arnór Ingvi var á sínu síðasta ári hjá sænsku meisturunum.

Arnór Ingvi er 27 ára en hann gekk í raðir Malmö árið 2018 er hann kom frá Rapid Wien. Hann hefur einnig leikið með Norrköping og Sandnes í atvinnumennsku.

Hann byrjaði einungis ellefu leiki á síðasta tímabili og sagði eftir leiktíðina að hann hefði gæti verið á leið burt frá Malmö.

Kvållsposten greindi frá því í janúar að New England Revolution hefði áhuga á Arnóri Ingva en ekki er það þó staðfest að New England sé liðið sem Arnór Ingvi sé á leiðinni til.

Arnór Ingvi og bandaríska félagið hafa samið um kaup og kjör og því vanti einungis bara blekið á pappírinn frá liðunum.

Ekki vanti mikið upp á þar og er reiknað með að félagaskiptin klárist á næstu dögum. Félagaskiptin í Bandaríkjunum lokar 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×