Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Erling Braut Håland skoraði tvö mörk gegn Sevilla í gær. Hann hefur nú skorað 20 mörk í Meistaradeildinni. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira