Lilja þurfi að svara fyrir ákvörðun um áfrýjun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 20:27 Þorbjörg Sigríður segir nauðsynlegt að Lilja svari fyrir tilgang þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra verða að svara því hvers vegna hún ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar jafnréttismála stæði óhaggaður. Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12
Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18