Innlent

Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum

Kjartan Kjartansson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir ætlar ekki að una niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem neitaði að ógilda úrskurð um að hún hafi brotið jafnréttislög.
Lilja Alfreðsdóttir ætlar ekki að una niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem neitaði að ógilda úrskurð um að hún hafi brotið jafnréttislög. Vísir/Einar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag.

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Lilju, staðfesti þetta við fréttamann Vísis í dag. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðustöðu að Lilja hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réði Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra árið 2019.

Páll var skipaður í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×