„Maður eiginlega móðgast þetta er svo léleg útskýring“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. mars 2021 08:00 Rut Káradóttir segir sláandi líkindi vera með nýju litakorti Slippfélagsins og eldra korts sem hún hannaði fyrir um tveimur árum. Slippfélagið og hönnuður kortsins hafna ásökununum. Samsett Innanhúshönnuðurinn Rut Káradóttir sakar hönnuð Slippfélagsins um að hafa tekið litakort sitt ófrjálsri hendi og gert að sínu eigin. Hún segir málið vonbrigði og greinilegt að höfundaverk séu ekki metin að verðleikum á Íslandi. Forsvarsmaður Slippfélagsins og hönnuður kortsins hafna ásökununum og vísa til eldri litakorta. „Auðvitað eru einhverjir litir svipaðir, það er enginn af þeim eins en það eru einhverjir svipaðir og það er bara eðlilegt því þetta eru jarðlitir og þeir eru í tísku,“ segir Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar sem rekur Slippfélagið. View this post on Instagram A post shared by Se refni (@serefni) Rut hannaði litakortið Roma fyrir verslunina Sérefni árið 2019 og samanstendur litapallettan af sex mismunandi jarðlitum. Hún segir að finna megi fjóra þeirra í litakortinu Ilmi sem Slippfélagið gaf út í janúar og eilítið ljósari útgáfu af einum lit til viðbótar. Henni finnst hæpið að um einskæra tilviljun sé að ræða. Baldvin gefur ekki mikið fyrir samanburðinn og segir að litirnir séu vissulega svipaðir þar sem „jarðlitir séu alltaf svipaðir.“ View this post on Instagram A post shared by Slippfélagið (@slippfelagid) Rut hafi ekki hannað fyrsta jarðlitakortið Litakort Slippfélagsins var hannað af innanhúshönnuðinum Sæbjörgu Guðjónsdóttur, sem gengur undir nafninu Sæja. Hún segir í skriflegu svari til fréttastofu að sér hafi brugðið þegar hún sá ásakanir Rutar og hún hafi lagt mikla vinnu í litakortið Ilmur. Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar.Málning „Í fljótu bragði virðist jú einhver líkindi í tónum og hefði ég vitað það fyrirfram hefði ég líklega valið aðra af þeim litum og tónum sem ég var með í byrjun. En málið er nú þannig að hvorug okkar eru að finna upp hjólið, ekki frekar en í öðrum geirum. Við fylgjumst greinilega báðar vel með hvað er að gerast úti heimi og skoðum sömu fagtímaritin.“ Baldvin segir að Ilmur sé svokallað „concept litakort“ þar sem einblínt sé á þá liti sem eru í tísku í dag. Líkt og í fleiri hönnunargeirum eigi litatískan til að fara í hringi. „Núna síðustu ár hafa þessir jarðlitir verið svolítið í tísku og það er nú ekkert í fyrsta skipti. Það er til jarðlitakort frá Slippfélaginu frá árinu 2004 sem er með mjög svipuðum litum og ég ætla henni ekki að hafa skoðað það áður en hún bjó til sitt kort.“ Rut prófaði fimm af þeim níu litum sem finna má í litakorti Slippfélagins og lagði prufur af sínum Roma-litum ofan á. Hún segir fjóra þeirra vera eins og þann fimmta eilítið ljósari.Rut Káradóttir Baldvin bætir við að fyrirtækið hafi ekki gert athugasemdir við liti á nýlegu litakorti Húsasmiðjunnar sem hann segir svipa mjög til þeirra sem finna megi í korti Slippfélagsins. „Þegar hvíta bylgjan er í gangi þá eru allir með hvíta liti og þeir eru allir nánast eins, það er alveg eins þegar jarðlitirnir eru í gangi. Við erum að koma út úr tímabili þar sem það var rosalega mikið af gráum litum og þeir voru allir mjög svipaðir hjá öllum. Við gáfum bara út litakort með jarðlitum eins og [Sérefni] gerðu.“ Slippfélagið segir liti Rutar líkjast litum í kortum sem fyrirtækið gaf út árið 2004 og 2008, mörgum árum áður en hún hannaði Roma. Hér má sjá litina borna saman.Slippfélagið Íhugar sín næstu skref Rut lítur málið öðrum augum og gefur lítið fyrir þessi svör. Hún segist nú íhuga næstu skref og að til greina komi að leita aðstoðar lögfræðings eða höfundarréttarsamtaka. „Hún kemur með þetta einu og hálfu ári eftir að ég kem með mitt kort, er með nákvæmlega sömu liti og þeim sem er bætt við kortið smellpassa við vinsælustu liti samkeppnisaðilans,“ segir Rut í samtali við Vísi. „Ég er með litakort sem hægt er að nota til að blanda 1,2 milljónir lita, það er svolítið mikil stjarnfræðileg tilviljun að hitta síðan akkúrat á sömu litina. Þetta er alveg eins og það eru til mörg orð í orðabókinni en ef ég raða þeim upp eins og Halldór Laxness er það þá ekki alveg ótrúleg tilviljun? Maður eiginlega móðgast þetta er svo léleg útskýring.“ Rut bætir við að mikil vinna fari í að blanda liti og að langur tími hafi farið í útbúa litakortið Roma sem Sérefni hafi kynnt til sögunnar haustið 2019. Rut fullyrðir að það hafi lengi verið til siðs hjá íslenskum málningarfyrirtækjum að taka upp vinsæla liti sem finna megi í litakortum samkeppnisaðila og kynna undir nýju nafni. „Það er orðið svo miklu grófara þegar þú ert farinn að afrita heilt litakort. Þetta er bara eins og veitingastaður er ekki með einkarétt á kóríander en ef þú afritar matseðil Sumac yfir á næsta veitingastað þá verður allt vitlaust.“ Litið á hönnun sem hálfgert dekur sem ekki beri að meta að verðleikum „Er ekki kominn tími til að breyta þessum vinnubrögðum og virða hugmyndavinnu og frumkvæði annarra?“ spyr Rut og segir þessi vinnubrögð ekki einskorðast við þessa tilteknu atvinnugrein. „Það geta örugglega flestir hönnuðir sagt einhverja svona sögu.“ Hún bætir við að henni líði oft eins og hönnun sé ekki metin nægilega að verðleikum hér á landi. „Þetta er bara eins og með hönnunarfyrirtækið Farmers Market sem er búið að lenda í því endalaust að fólk er að koma og telja jafnvel lykkjurnar í peysunum og reyna svo að stæla þær. Eins er með keramikhönnuði og skartgripahönnuði og þetta er bara einhver lenska að virða ekki hönnun.“ Þá gagnrýnir Rut að hönnun sé hvergi kennd í skólakerfinu nema í sérstöku hönnunarnámi og segir það endurspeglast víða í samfélaginu. „Það er svo lítil þekking á hönnun og hönnun er ekki mikið virt þó maður hefði haldið að það hafi orðið einhver breyting þar á. Þetta er svolítið nýtt fyrir okkur sem þjóð sem er bara nýkomin úr torfkofunum, það er litið á hönnun sem hálfgert dekur,“ segir Rut sem kallar eftir því að hönnun og höfundarrétti sé gert hærra undir höfði í íslensku samfélagi. Yfirlýsing Sæju í heild sinni „Litakortið Ilmur hefur verið í þróun frá ársbyrjun 2020 en kominn var tími á velja og sýna nýja liti frá mér þar sem gamla litakortið var nokkura ára gamalt og ég farin að nota aðra liti í bland. Í gamla litakortinu voru einmitt nokkrir gráir tónar, en gráir tónar hafa verið vinsælir síðastliðin ár og allar málningarverslanir hafa verið með allskonar gráa tóna. Í litakortinu Ilmur má finna liti sem ég hef verið að nota undanfarin ár (nokkrir af litunum var ég byrjuð að nota snemma árið 2019) ásamt því að valdir voru nýir litir til að mynda heildstæða pallettu. Í byrjun voru litirnir nokkuð fleiri en ákveðið var að minnka umfangið og fækka þeim niður í 9. Þeir 9 litir í litakortinu voru valdir þar sem þeir tóna vel saman og sýna vel þær stefnur og strauma sem hafa verið undanfarið og halda áfram. Til að mynda hefur hönnunarheimurinn verið að minnka gráa tóna og færa sig yfir í meiri beige og brúna tóna. Það má sjá frá t.d. eldra litakorti frá Tikkurila sem ég skoðaði mikið og er einn af birgjum Slippfélagsins. Þar voru beige, brúnir, rauðir og grænir tónar áberandi. Sama má segja um t.d. Farrow and Ball og NCS litakerfið sem er mikill áhrifavaldur þegar kemur að “colour trends” framtíðarinnar. Það var líka gaman að skoða litakortið frá MÁ MÍ MÓ sem var gert fyrir 16 árum fyrir Slippfélagið og bera saman við litakortið Ilmur - þar sést vel hvað tískan fer í hringi. Fyrr í vikunni var mér svo bent á status hjá Rut Kára sem ég ber mikla virðingu fyrir sem hönnuð og mér var mjög brugðið. Ég lagði sjálf ásamt Slippfélaginu mikla vinnu í Litakortið Ilmur, litakort innblásið af jarðlitum. Í fljótu bragði virðist jú einhver líkindi í tónum og hefði ég vitað það fyrirfram hefði ég líklega valið aðra af þeim litum og tónum sem ég var með í byrjun. En málið er nú þannig að hvorug okkar eru að finna upp hjólið, ekki frekar en í öðrum geirum. Við fylgjumst greinilega báðar vel með hvað er að gerast úti heimi og skoðum sömu fagtímaritin. Þeir sem mig þekkja vita einmitt hvað ég reyni alltaf að forðast að líkjast öðrum og vil fara mínar eigin leiðir. En straumar og stefnur hafa þó alltaf áhrif á okkur flest.“ Tíska og hönnun Höfundaréttur Tengdar fréttir Allt í hnút hjá Svarta sauðnum og Yarmi Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðila án árangurs. Í framhaldinu hafa deilurnar farið stigvaxandi. 22. nóvember 2019 09:30 Afsakar að eyðileggja partýið og birtir sönnun þess að Enginn eins og þú sé ekki stolið Arnar Ingi Ingason, pródúsent sem samdi lagið Enginn eins og þú með tónlistarmanninum Auðunni Lútherssyni, segir ekkert til í því að lagið sé undir áhrifum eða stolið af hljómsveit frá Nýja-Sjálandi. 13. janúar 2020 16:51 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
„Auðvitað eru einhverjir litir svipaðir, það er enginn af þeim eins en það eru einhverjir svipaðir og það er bara eðlilegt því þetta eru jarðlitir og þeir eru í tísku,“ segir Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar sem rekur Slippfélagið. View this post on Instagram A post shared by Se refni (@serefni) Rut hannaði litakortið Roma fyrir verslunina Sérefni árið 2019 og samanstendur litapallettan af sex mismunandi jarðlitum. Hún segir að finna megi fjóra þeirra í litakortinu Ilmi sem Slippfélagið gaf út í janúar og eilítið ljósari útgáfu af einum lit til viðbótar. Henni finnst hæpið að um einskæra tilviljun sé að ræða. Baldvin gefur ekki mikið fyrir samanburðinn og segir að litirnir séu vissulega svipaðir þar sem „jarðlitir séu alltaf svipaðir.“ View this post on Instagram A post shared by Slippfélagið (@slippfelagid) Rut hafi ekki hannað fyrsta jarðlitakortið Litakort Slippfélagsins var hannað af innanhúshönnuðinum Sæbjörgu Guðjónsdóttur, sem gengur undir nafninu Sæja. Hún segir í skriflegu svari til fréttastofu að sér hafi brugðið þegar hún sá ásakanir Rutar og hún hafi lagt mikla vinnu í litakortið Ilmur. Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar.Málning „Í fljótu bragði virðist jú einhver líkindi í tónum og hefði ég vitað það fyrirfram hefði ég líklega valið aðra af þeim litum og tónum sem ég var með í byrjun. En málið er nú þannig að hvorug okkar eru að finna upp hjólið, ekki frekar en í öðrum geirum. Við fylgjumst greinilega báðar vel með hvað er að gerast úti heimi og skoðum sömu fagtímaritin.“ Baldvin segir að Ilmur sé svokallað „concept litakort“ þar sem einblínt sé á þá liti sem eru í tísku í dag. Líkt og í fleiri hönnunargeirum eigi litatískan til að fara í hringi. „Núna síðustu ár hafa þessir jarðlitir verið svolítið í tísku og það er nú ekkert í fyrsta skipti. Það er til jarðlitakort frá Slippfélaginu frá árinu 2004 sem er með mjög svipuðum litum og ég ætla henni ekki að hafa skoðað það áður en hún bjó til sitt kort.“ Rut prófaði fimm af þeim níu litum sem finna má í litakorti Slippfélagins og lagði prufur af sínum Roma-litum ofan á. Hún segir fjóra þeirra vera eins og þann fimmta eilítið ljósari.Rut Káradóttir Baldvin bætir við að fyrirtækið hafi ekki gert athugasemdir við liti á nýlegu litakorti Húsasmiðjunnar sem hann segir svipa mjög til þeirra sem finna megi í korti Slippfélagsins. „Þegar hvíta bylgjan er í gangi þá eru allir með hvíta liti og þeir eru allir nánast eins, það er alveg eins þegar jarðlitirnir eru í gangi. Við erum að koma út úr tímabili þar sem það var rosalega mikið af gráum litum og þeir voru allir mjög svipaðir hjá öllum. Við gáfum bara út litakort með jarðlitum eins og [Sérefni] gerðu.“ Slippfélagið segir liti Rutar líkjast litum í kortum sem fyrirtækið gaf út árið 2004 og 2008, mörgum árum áður en hún hannaði Roma. Hér má sjá litina borna saman.Slippfélagið Íhugar sín næstu skref Rut lítur málið öðrum augum og gefur lítið fyrir þessi svör. Hún segist nú íhuga næstu skref og að til greina komi að leita aðstoðar lögfræðings eða höfundarréttarsamtaka. „Hún kemur með þetta einu og hálfu ári eftir að ég kem með mitt kort, er með nákvæmlega sömu liti og þeim sem er bætt við kortið smellpassa við vinsælustu liti samkeppnisaðilans,“ segir Rut í samtali við Vísi. „Ég er með litakort sem hægt er að nota til að blanda 1,2 milljónir lita, það er svolítið mikil stjarnfræðileg tilviljun að hitta síðan akkúrat á sömu litina. Þetta er alveg eins og það eru til mörg orð í orðabókinni en ef ég raða þeim upp eins og Halldór Laxness er það þá ekki alveg ótrúleg tilviljun? Maður eiginlega móðgast þetta er svo léleg útskýring.“ Rut bætir við að mikil vinna fari í að blanda liti og að langur tími hafi farið í útbúa litakortið Roma sem Sérefni hafi kynnt til sögunnar haustið 2019. Rut fullyrðir að það hafi lengi verið til siðs hjá íslenskum málningarfyrirtækjum að taka upp vinsæla liti sem finna megi í litakortum samkeppnisaðila og kynna undir nýju nafni. „Það er orðið svo miklu grófara þegar þú ert farinn að afrita heilt litakort. Þetta er bara eins og veitingastaður er ekki með einkarétt á kóríander en ef þú afritar matseðil Sumac yfir á næsta veitingastað þá verður allt vitlaust.“ Litið á hönnun sem hálfgert dekur sem ekki beri að meta að verðleikum „Er ekki kominn tími til að breyta þessum vinnubrögðum og virða hugmyndavinnu og frumkvæði annarra?“ spyr Rut og segir þessi vinnubrögð ekki einskorðast við þessa tilteknu atvinnugrein. „Það geta örugglega flestir hönnuðir sagt einhverja svona sögu.“ Hún bætir við að henni líði oft eins og hönnun sé ekki metin nægilega að verðleikum hér á landi. „Þetta er bara eins og með hönnunarfyrirtækið Farmers Market sem er búið að lenda í því endalaust að fólk er að koma og telja jafnvel lykkjurnar í peysunum og reyna svo að stæla þær. Eins er með keramikhönnuði og skartgripahönnuði og þetta er bara einhver lenska að virða ekki hönnun.“ Þá gagnrýnir Rut að hönnun sé hvergi kennd í skólakerfinu nema í sérstöku hönnunarnámi og segir það endurspeglast víða í samfélaginu. „Það er svo lítil þekking á hönnun og hönnun er ekki mikið virt þó maður hefði haldið að það hafi orðið einhver breyting þar á. Þetta er svolítið nýtt fyrir okkur sem þjóð sem er bara nýkomin úr torfkofunum, það er litið á hönnun sem hálfgert dekur,“ segir Rut sem kallar eftir því að hönnun og höfundarrétti sé gert hærra undir höfði í íslensku samfélagi. Yfirlýsing Sæju í heild sinni „Litakortið Ilmur hefur verið í þróun frá ársbyrjun 2020 en kominn var tími á velja og sýna nýja liti frá mér þar sem gamla litakortið var nokkura ára gamalt og ég farin að nota aðra liti í bland. Í gamla litakortinu voru einmitt nokkrir gráir tónar, en gráir tónar hafa verið vinsælir síðastliðin ár og allar málningarverslanir hafa verið með allskonar gráa tóna. Í litakortinu Ilmur má finna liti sem ég hef verið að nota undanfarin ár (nokkrir af litunum var ég byrjuð að nota snemma árið 2019) ásamt því að valdir voru nýir litir til að mynda heildstæða pallettu. Í byrjun voru litirnir nokkuð fleiri en ákveðið var að minnka umfangið og fækka þeim niður í 9. Þeir 9 litir í litakortinu voru valdir þar sem þeir tóna vel saman og sýna vel þær stefnur og strauma sem hafa verið undanfarið og halda áfram. Til að mynda hefur hönnunarheimurinn verið að minnka gráa tóna og færa sig yfir í meiri beige og brúna tóna. Það má sjá frá t.d. eldra litakorti frá Tikkurila sem ég skoðaði mikið og er einn af birgjum Slippfélagsins. Þar voru beige, brúnir, rauðir og grænir tónar áberandi. Sama má segja um t.d. Farrow and Ball og NCS litakerfið sem er mikill áhrifavaldur þegar kemur að “colour trends” framtíðarinnar. Það var líka gaman að skoða litakortið frá MÁ MÍ MÓ sem var gert fyrir 16 árum fyrir Slippfélagið og bera saman við litakortið Ilmur - þar sést vel hvað tískan fer í hringi. Fyrr í vikunni var mér svo bent á status hjá Rut Kára sem ég ber mikla virðingu fyrir sem hönnuð og mér var mjög brugðið. Ég lagði sjálf ásamt Slippfélaginu mikla vinnu í Litakortið Ilmur, litakort innblásið af jarðlitum. Í fljótu bragði virðist jú einhver líkindi í tónum og hefði ég vitað það fyrirfram hefði ég líklega valið aðra af þeim litum og tónum sem ég var með í byrjun. En málið er nú þannig að hvorug okkar eru að finna upp hjólið, ekki frekar en í öðrum geirum. Við fylgjumst greinilega báðar vel með hvað er að gerast úti heimi og skoðum sömu fagtímaritin. Þeir sem mig þekkja vita einmitt hvað ég reyni alltaf að forðast að líkjast öðrum og vil fara mínar eigin leiðir. En straumar og stefnur hafa þó alltaf áhrif á okkur flest.“
Tíska og hönnun Höfundaréttur Tengdar fréttir Allt í hnút hjá Svarta sauðnum og Yarmi Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðila án árangurs. Í framhaldinu hafa deilurnar farið stigvaxandi. 22. nóvember 2019 09:30 Afsakar að eyðileggja partýið og birtir sönnun þess að Enginn eins og þú sé ekki stolið Arnar Ingi Ingason, pródúsent sem samdi lagið Enginn eins og þú með tónlistarmanninum Auðunni Lútherssyni, segir ekkert til í því að lagið sé undir áhrifum eða stolið af hljómsveit frá Nýja-Sjálandi. 13. janúar 2020 16:51 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Allt í hnút hjá Svarta sauðnum og Yarmi Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðila án árangurs. Í framhaldinu hafa deilurnar farið stigvaxandi. 22. nóvember 2019 09:30
Afsakar að eyðileggja partýið og birtir sönnun þess að Enginn eins og þú sé ekki stolið Arnar Ingi Ingason, pródúsent sem samdi lagið Enginn eins og þú með tónlistarmanninum Auðunni Lútherssyni, segir ekkert til í því að lagið sé undir áhrifum eða stolið af hljómsveit frá Nýja-Sjálandi. 13. janúar 2020 16:51