Halli valdi bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2021 16:30 Haraldur Þorvarðarson valdi fimm bestu félagaskipti tímabilsins í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Tvær Stjörnukonur voru á lista Haraldar Þorvarðarsonar yfir bestu félagaskipti tímabilsins í Olís-deild kvenna. Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01