Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Kviku, TM og Lykils Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2021 12:49 Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu að sameina félögin í lok nóvember. Vísir/Rakel Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna Kviku banka, tryggingafélagsins TM og Lykils fjármögnunar. Er það mat eftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni, leiði til myndunar á markaðsráðandi stöðu eða raski samkeppni með umtalsverðum hætti. Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu í lok nóvember að sameina félögin eftir nokkrar viðræður. Á föstudag tilkynnti Fjármálaeftirlitið Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í dótturfélögum TM. Enn á eftir að uppfylla fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir samruna fyrirtækjanna og samþykki hluthafa á aðalfundum félaganna áður en samruninn nær fram að ganga. Fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að að fyrirtækin starfi aðeins að litlu leyti á sömu mörkuðum, geti ekki talist nánir keppinautar og séu minni en ýmsir helstu keppinautar þeirra. „Sú lítillega aukna samþjöppun á sviði lánastarfsemi sem samruninn leiðir af sér er ekki líkleg til þess að raska samkeppni þar sem annars vegar starfa samrunaaðilar á mismunandi undirmörkuðum lánamarkaðar og hins vegar etja þeir kappi við nokkra mun stærri keppinauta á lánamarkaði. Lárétt áhrif samrunans eru því mjög takmörkuð. Ekki fæst heldur séð að samruninn sé til þess fallinn að stuðla að eða auka hættu á samhæfðri hegðun á lánamarkaði, vátryggingamarkaði né öðrum mörkuðum þar sem hið sameinaða félag starfar,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. TM og Lykill renna inn í Kviku Að sögn fyrirtækjanna fer samruninn fram með þeim hætti að TM og Lykli verður slitið og félögin sameinuð Kviku. Þá fái hluthafar TM hluti í Kviku í skiptum fyrir hluti sína í TM en hlutabréf Lykils falla úr gildi við samrunann. TM lauk kaupum á Lykli í byrjun síðasta árs. Í kjölfar samrunans verður vátryggingastarfsemi samstæðunnar í tveimur dótturfélögum Kviku, TM tryggingum hf. og TM líftryggingum hf. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ sagði í tilkynningu frá félögunum þann 25. nóvember. Samkvæmt samrunasamningnum stendur til að skipta fjármála- og rekstrarsviði Kviku upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021,“ sagði ennfremur í tilkynningunni sem var send út í nóvember. Er gert ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar og að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022. Fréttin hefur verið uppfærð. Markaðir Tryggingar Íslenskir bankar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10 Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu í lok nóvember að sameina félögin eftir nokkrar viðræður. Á föstudag tilkynnti Fjármálaeftirlitið Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í dótturfélögum TM. Enn á eftir að uppfylla fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir samruna fyrirtækjanna og samþykki hluthafa á aðalfundum félaganna áður en samruninn nær fram að ganga. Fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að að fyrirtækin starfi aðeins að litlu leyti á sömu mörkuðum, geti ekki talist nánir keppinautar og séu minni en ýmsir helstu keppinautar þeirra. „Sú lítillega aukna samþjöppun á sviði lánastarfsemi sem samruninn leiðir af sér er ekki líkleg til þess að raska samkeppni þar sem annars vegar starfa samrunaaðilar á mismunandi undirmörkuðum lánamarkaðar og hins vegar etja þeir kappi við nokkra mun stærri keppinauta á lánamarkaði. Lárétt áhrif samrunans eru því mjög takmörkuð. Ekki fæst heldur séð að samruninn sé til þess fallinn að stuðla að eða auka hættu á samhæfðri hegðun á lánamarkaði, vátryggingamarkaði né öðrum mörkuðum þar sem hið sameinaða félag starfar,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. TM og Lykill renna inn í Kviku Að sögn fyrirtækjanna fer samruninn fram með þeim hætti að TM og Lykli verður slitið og félögin sameinuð Kviku. Þá fái hluthafar TM hluti í Kviku í skiptum fyrir hluti sína í TM en hlutabréf Lykils falla úr gildi við samrunann. TM lauk kaupum á Lykli í byrjun síðasta árs. Í kjölfar samrunans verður vátryggingastarfsemi samstæðunnar í tveimur dótturfélögum Kviku, TM tryggingum hf. og TM líftryggingum hf. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ sagði í tilkynningu frá félögunum þann 25. nóvember. Samkvæmt samrunasamningnum stendur til að skipta fjármála- og rekstrarsviði Kviku upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021,“ sagði ennfremur í tilkynningunni sem var send út í nóvember. Er gert ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar og að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022. Fréttin hefur verið uppfærð.
Markaðir Tryggingar Íslenskir bankar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10 Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10
Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04