Erlent

Naval­ní fluttur milli fangelsa með leynd

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
„Frelsið Navalní.“
„Frelsið Navalní.“ Omer Messinger/Getty Images)

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var aðstandendum hans ekki gert viðvart um að flytja ætti Navalní úr fangelsinu og telja stuðningsmenn hans að hann gæti hafa verið fluttur í fangabúðir.

Navalní var dæmdur til rúmlega tveggja ára fangelsisvistar fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 

Vadim Kobzev, lögmaður Navalnís, er sagður hafa ætlað að hitta skjólstæðing sinn í fangelsinu. Honum hafi verið tilkynnt að Navalní hafi verið færður úr fangelsinu, en ekki fengið að vita hvert.

BBC hefur eftur Evu Merkatsjevu, sem tilheyrir samtökum sem fylgjast með því að réttindi fanga í Moskvu séu virt, að hún væri þess fullviss að Navalní hefði verið fluttur í fangabúðir.

„Það kemur ekkert annað til greina,“ segir Merkatsjeva og bætir við að samkvæmt laganna bókstaf eigi Navalní að afplána dóm sinn í grennd við Moskvu.


Tengdar fréttir

Áfrýjun Navalnís hafnað

Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×