Halda röngum upplýsingum að erlendum konum svo þær fái ekki hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir/Sigurjón Erlendar konur í ofbeldissamböndum eru ekki meðvitaðar um þau úrræði sem þeim stendur til boða. Algengt er að ofbeldismennirnir nýti sér þekkingarleysi þeirra og fullyrði að þeim verði vísað úr landi ef þær leiti sér aðstoðar. Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér. Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér.
Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira