„Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 21:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku. Landspítalinn tjáir sig ekki um einstök mál en Hjalti segir að andlega veikum sjúklingum sé sinnt á sama hátt og þeim sem glíma við líkamlega kvilla. Vísir/Egill Geðhjálp segir brotalamir í bráðaþjónustu við sjúklinga sem glíma við andleg veikindi. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir þennan sjúklingahóp fá sömu þjónustu og aðra sem þangað leiti. Fólk sé ekki sent heim nema eftir fullnægjandi mat. Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira