Ætla að skattleggja erlenda miðla og veitur Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 13:00 Lilja og Bjarni hafa fundað og eru sammála um að það beri að skattleggja erlenda miðla og efnisveitur sem taka stöðugt meira til sín hér á landi. vísir/vilhelm Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi sem snýr að skattlagningu á erlendar efnisveitur sem ráða orðið lögum og lofum hér á landi sem víðar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra funduðu í liðinni viku og ræddu meðal annars um mögulegar leiðir til skattlagningar á erlendar efnis- og streymisveitur. „Vilji ráðherranna stendur eindregið til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra, og þau hafa falið sérfræðingum ráðuneytanna að móta tillögur um hvernig megi nýta skattkerfið í þeim tilgangi,“ segir í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Skattlagning á erlenda miðla eða ígildi skattlagningar á rafræn viðskipti við umrædd fyrirtæki erlendis eru meðal þess sem eru til skoðunar. Útfærslur hugmynda í þá veru liggja ekki fyrir, en stefnan er að hraða þeirri vinnu svo leggja megi fram frumvarp um málið á þessu þingi. Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa stóru veiturnar brugðist misjafnlega vel við áformum ríkisstjórna í Ástralíu. Meðan Facebook tók sig til og lokaði einfaldlega fyrir deilingar efnis allra fréttamiðla, og reyndar nokkrum öðrum stofnunum í leiðinni þá hefur Google gengið til samninga við fjölmiðlafyrirtæki. Lilja var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í vikunni og þá lýst hún yfir því að nauðsynlegt væri að jafna leikinn milli annars vegar frjálsra fjölmiða og ríkisútvarpsins sem og gangvart hinum stóru erlendu efnisveitum sem eru að taka til sín 5-7 milljarða árlega af auglýsingatekjum. „Það þarf að skattleggja erlendu miðlana eins og við viljum skattleggja innlendu miðlana.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra funduðu í liðinni viku og ræddu meðal annars um mögulegar leiðir til skattlagningar á erlendar efnis- og streymisveitur. „Vilji ráðherranna stendur eindregið til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra, og þau hafa falið sérfræðingum ráðuneytanna að móta tillögur um hvernig megi nýta skattkerfið í þeim tilgangi,“ segir í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Skattlagning á erlenda miðla eða ígildi skattlagningar á rafræn viðskipti við umrædd fyrirtæki erlendis eru meðal þess sem eru til skoðunar. Útfærslur hugmynda í þá veru liggja ekki fyrir, en stefnan er að hraða þeirri vinnu svo leggja megi fram frumvarp um málið á þessu þingi. Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa stóru veiturnar brugðist misjafnlega vel við áformum ríkisstjórna í Ástralíu. Meðan Facebook tók sig til og lokaði einfaldlega fyrir deilingar efnis allra fréttamiðla, og reyndar nokkrum öðrum stofnunum í leiðinni þá hefur Google gengið til samninga við fjölmiðlafyrirtæki. Lilja var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í vikunni og þá lýst hún yfir því að nauðsynlegt væri að jafna leikinn milli annars vegar frjálsra fjölmiða og ríkisútvarpsins sem og gangvart hinum stóru erlendu efnisveitum sem eru að taka til sín 5-7 milljarða árlega af auglýsingatekjum. „Það þarf að skattleggja erlendu miðlana eins og við viljum skattleggja innlendu miðlana.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04