Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2021 20:01 Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. Scott Morrison forsætisráðherra fordæmdi ákvörðunina í dag og sagði hana hrokafulla. Google og Facebook hafa talað gegn frumvarpinu síðustu vikur en öfugt við Facebook komst Google að samkomulagi við stærstu miðla Ástralíu. Vegna ákvörðunar Facebook blasti þessi sjón við Páli Þórðarsyni, prófessor við háskóla í áströlsku borginni Sidney, þegar hann reyndi að deila frétt í morgun. Mynd/Skjáskot Páll segir að Facebook hafi ekki eingöngu lokað fyrir deilingar á efni frá stærstu fréttamiðlum landsins. „Svo héldu þeir áfram en það var eins og einhver væri á hraðferð. Þeir fóru að loka á til dæmis veðurstofu Ástralíu, upplýsingasíður slökkviliðs um skógarelda, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofnana í krabbameini, kvennaathvarf og grínfréttamiðla líka.“ Hann segir tæknirisa á borð við Facebook og Google jafnvel orðna of stóra. „Það eru umræður um það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um að það þurfi jafnvel að skipta þessum tæknirisum upp. Þeir séu einfaldlega orðnir of stórir. Rétt eins og bandarísk stjórnvöld gerðu í upphafi tuttugustu aldar með olíufyrirtækin sem Rockefeller og aðrir voru búnir að byggja upp.“ Að sögn Páls er þó nokkur reiði í garð Facebook meðal Ástrala og hann veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin hafi verið vanhugsuð. „Herforingjastjórnin sem tók völdin í Mjanmar er að nota Facebook í áróðri, mjög svæsnum áróðri, kynþáttaáróðri og alls konar ógeði. Facebook segir alltaf að þeir geti ekkert gert við þessu. En það tók þá hálftíma að loka á alla fjölmiðla í 25 milljóna manna lýðræðisríki.“ Facebook Google Ástralía Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Scott Morrison forsætisráðherra fordæmdi ákvörðunina í dag og sagði hana hrokafulla. Google og Facebook hafa talað gegn frumvarpinu síðustu vikur en öfugt við Facebook komst Google að samkomulagi við stærstu miðla Ástralíu. Vegna ákvörðunar Facebook blasti þessi sjón við Páli Þórðarsyni, prófessor við háskóla í áströlsku borginni Sidney, þegar hann reyndi að deila frétt í morgun. Mynd/Skjáskot Páll segir að Facebook hafi ekki eingöngu lokað fyrir deilingar á efni frá stærstu fréttamiðlum landsins. „Svo héldu þeir áfram en það var eins og einhver væri á hraðferð. Þeir fóru að loka á til dæmis veðurstofu Ástralíu, upplýsingasíður slökkviliðs um skógarelda, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofnana í krabbameini, kvennaathvarf og grínfréttamiðla líka.“ Hann segir tæknirisa á borð við Facebook og Google jafnvel orðna of stóra. „Það eru umræður um það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um að það þurfi jafnvel að skipta þessum tæknirisum upp. Þeir séu einfaldlega orðnir of stórir. Rétt eins og bandarísk stjórnvöld gerðu í upphafi tuttugustu aldar með olíufyrirtækin sem Rockefeller og aðrir voru búnir að byggja upp.“ Að sögn Páls er þó nokkur reiði í garð Facebook meðal Ástrala og hann veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin hafi verið vanhugsuð. „Herforingjastjórnin sem tók völdin í Mjanmar er að nota Facebook í áróðri, mjög svæsnum áróðri, kynþáttaáróðri og alls konar ógeði. Facebook segir alltaf að þeir geti ekkert gert við þessu. En það tók þá hálftíma að loka á alla fjölmiðla í 25 milljóna manna lýðræðisríki.“
Facebook Google Ástralía Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04