Viðskipti innlent

Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, fimmta kynslóð saltfiskverkenda á Hauganesi.
Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, fimmta kynslóð saltfiskverkenda á Hauganesi. Arnar Halldórsson

Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar.

Veitingastaðurinn Baccalá Bar á Hauganesi sérhæfir sig í saltfiski.Arnar Halldórsson

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er Árskógsströnd heimsótt. Þar eru systurþorpin Hauganes og Árskógssandur, sem bæði byggðust upp á fiskveiðum, en aðeins þriggja kílómetra loftlína er á milli þeirra.

Á Hauganesi eru hefðbundnar fiskveiðar orðnar hverfandi og bundnar við landanir tveggja smábáta yfir sumartímann. Þar er rótgróin saltfiskverkun búin að taka vinnsluhúsið undir ferðamannakynningu samhliða verkun. 

Í vinnsluhúsi Ektafisks er saltfiskurinn bæði verkaður og sýndur ferðamönnum.Arnar Halldórsson

„Það fer minnkandi, öll þessi fiskvinnsla. Það þarf bara að vera í nýjustu tísku og nýta sér þessa ferðastarfsemi. Það þarf alltaf að finna upp á nýjum leiðum til að halda starfinu gangandi,“ segir starfsmaður Ektafisks, Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, fimmta kynslóð saltfiskverkenda á Hauganesi.

Hér má sjá myndskeið úr þættinum:


Tengdar fréttir

Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi

Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands.

Byrjaði að brugga sextán ára í bruggverksmiðju foreldranna

Bruggverksmiðja er orðin stærsta fyrirtækið í rótgrónu sjávarplássi við Eyjafjörð. Upphafið má rekja til þess að sjómannshjón á Árskógssandi urðu að finna sér ný verkefni þegar eiginmaðurinn neyddist til að hætta sjómennsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×