Miklar líkur á að íslenskar raddir hætti að virka í Android-símum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 21:56 Meirihluti seldra snjallsíma á Íslandi notast við Android stýrikerfið frá Google. Getty/Mateusz Slodkowski Miklar líkur eru á því að íslensku talgervilsraddirnar Karl og Dóra hætti að virka í þeim Android snjallsímum og spjaldtölvum sem eru uppfærð í hið nýja Android 11 stýrikerfi. Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti. Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti.
Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira