Kemur til greina að neyslurými verði færanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 21:30 Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Rafnheiðar. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins. Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet. Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet.
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira