Erlent

Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
John Snorra, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr en enn saknað.
John Snorra, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr en enn saknað. Facebook

Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi.

Eins og flestum er kunnugt er Pakistaninn Ali Sadpara annar þeirra sem er saknað á K2 ásamt íslenska fjallakappanum John Snorra Sigurjónssyni. Hinn er Juan Pablo Mohr frá Chile.

Sajid var í hópnum þegar lagt var á fjallið en neyddist til að snúa við.

Í myndskeiðinu varar hann við óprúttnum aðilum og fölskum sögusögnum, sem hafa flogið hátt í pakistönskum afkimum netheima.

Má þar meðal annars nefna „fréttir“ af því að Ali Sadpara hefði náð á toppinn, fyrstur allra Pakistana, sem fóru um eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum á svipuðum tíma og félaganna var fyrst saknað.

Þá hafa síðustu daga birst „fregnir“ þess efnis að pakistanski herinn hafi fundið og bjargað Ali.

Sajid hvetur fólk til að tilkynna falsfréttir af þessu tagi og bendir þeim sem vilja fylgjast með málum á rétta samfélagsmiðlaaðganga sína og föður síns.

Hér má finna fréttaflutningur af falsfréttunum.


Tengdar fréttir

Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans.

„Vonin um kraftaverk lifir“

Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa.

Fylgdar­lið Johns Snorra á heim­leið

Fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr eru á heimleið. Fjallagarpanna hefur verið saknað í níu daga á fjallinu K2 í Pakistan og hefur víðtæk leit farið fram að göngumönnunum en engin ummerki um þá fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×